Sameiningin - 01.12.1890, Side 15
159—
mánnfélagsins: ofdrykkjunni. Verið líkir Medum og Persum.
Hrindið ofdrykkjunni úr hásætinu. Látið bindindið skipa
sæti hennar.
Vor háttvirti agnostík, hr. Gestr Pálsson, er enn að verja sitt vantriiar-
höfuð í ,,Heimskringlu‘c. Iíann hafði upphaflega sagt, að alveg stœði á sama,
hverja trú (,,lífsskoðan“) menn hefði, og jiegar ,,Sam.“ benti á, að með
Jiessari yfirlýsing hefði ,,höfuðið af vantrúnni“ dottið niðr par í blaðinu, þar
sem samkvæmt þessu væri enginn objectiv sannleikr til í trúarefnum, þá kemr
hann næst ákaflega hróðugr fram með brot úr fyrirlestri eftir viðrkenndan
og frægan guðfrœðing og kristindómstalsmann, prófessor Drummond á Skot-
landi, sem á að sanna (í ímyndan hr. G. P.), að frá sjónarmiði kristindóms-
ins eigi alls enga áherzlu að leggja á trúna. Svo sýnum vér með ómótmæl-
anlegum rökum, að það, sem hr. ,,Hkr.“-ritstjórinn tilfœrir eftir Drummond, sé
fals-sítat, þar sem guðfrœðingr þessi í nefndum ritlingi gangi út frá því, að
trú, kristin trú, sé óhjákvæmilegt skilyrði fyrir því, að kærleikrinn, sem hann
er þar að tala um, eða kristilegt líf, geti komið fram. En hvernig fer hr.
G. P. nú að? Er hann nú svo hreinn og beinn að játa, að hann hafi hér
hlaupið á hundavaði, borið Drummond fyrir nokkru, sem honum hefir aldrei
komið í hug eða. hjarta að kenna? Nei, ekki neitt líkt því. Hann neitar
því að vísu ekki, að Drummond kenni um trúna eins og vér segjum hann
gjöri. En hvað gjöri það til? vSé þessi guðfrœðingr ekki sér samdóma um
það, að enga áherzlu eigi að leggja á trúna, þá hafi hann þó átt að
vera sér samdóma um það(!). Og þá gjöri þetta fals-sítat ekki lifandi ögn
til. — Oss kom ósjálfrátt, þegar vér sáum þetta síðasta svar hr. Gests, í hug
hin gamla saga um úlfinn og lambið. Bæði stóðu við lœk og voru að drekka.
tMfinn langaði í lambið, og hann var ákveðinn í því að éta það. En hon-
um þótti samkvæmt sinni ,,lífsskoðan“ viðkunnanlegra, að geta borið fyrir sig
einhverja yfirvarps-ástœðu fyrir því, að hann réðist á lambið og æti það.
Svo kallar hann J á til lambsins og segist drepa það, hann sé neyddr til að
láta dauðahegning yfir það ganga. -Lambið spyr, hvað það hafi til unnið.
„fú ^ruggar upp fyrir mér vatnið“, segir úlfrinn. „Nei, það er ómögulegt,
því að eg stend neðar við lœkinn en þú“, segir lambið. þ>að var satt, úlfr-
inn gat ekki neitað því; en hvað gjörði það til? Iiann ætlaði nú einu sinni
að éta lambið. Fleiri átyllur fyrir því, sem úlfrinn ætlaði að gjöra, kom
hann með, en lambið ónýtti þær allar. En það hafði enga þýðing fyrir úlf-
inn. Hann var ákveðinn í því, að fá sér góða máltíð í lambinu, og svo
drap hann lambið. Kéttlætis-ástœður allar voru orðnar að engu, en „lífs-
skoðan“ úlfsins réð úrslitunum. -— Hugsunargangrinn hjá hr. G. P. í þessari
ritdeilu er alveg eins og hjá úlfinum: Drummond sýnir, segir hann, að kristin-
dómsskoðan ,,Sameiningarinnar“ sé rammskökk, alveg fjarri sannleikanum og
biblfunni, ofsafull og algjörlega óþolandi. — Nei, ritstjóri góðr, segir ,,Sam.“,
þér skjátlast; Drummond er einmitt á voru máli. Gættu að, hvað hann segir.
— Ja, það er nú alveg satt: Drummond er á þínu máli. En það gjörir ekk-
ert til. Yfirsjónin hjá Drummond er einmitt það, að har.n, óláns-karlinn, er
á þlnu máli, og þitt mál er vitleysa. Og þú og þið báðir og allir þessir
kirkjunnar menn, sem haldið því fram, að krislna trúin sé algildr, sannlciki,
eigið skilið að verða settir í gapastokk hins hárbeitta og napra háðs, sem
vér eigum svo mikið af í fórum vorum.
Hr. Gestr kaldhamrar enn þá þessa sína vantrúarstaðhœfing, að hinn
kristilegi kærleikr geti komið og komi fram út af hveirri ,,lífsskoðan“ sem
er. Og svo kemr hann með þessa makalausu setning: ,,þ>ess vegna getr eng'-
inn, sem ann sannleika og réttlæti, lagt áherzlu á trúna“. fað er vert að
stryka undir þessa setning: Enginn, sem ann sannleika og réttlœti, getr la%t
'áherzlu á tnína. Svo þeir hafa þá allir verið óvinir sannleika og réttlætis,
sem áherzlu hafa lagt á trúna! Með J’essu er Jesús Kristr dœmdr, því hversu
mikið af náttúru úlfsins í dœmisögunni sem þessum agnostfkum kann að
tylgja, þá kemr hr. Gestr þó naumast með bá staðhœfing, að Jesúö KrisU