Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.01.1892, Qupperneq 5

Sameiningin - 01.01.1892, Qupperneq 5
—181 þeir báðir voru orðnir fulltíða menn, gjörðist smiðurinn trú- aður kristinn maður, en sonur hins tigna manns fjell frá barnatrú sinni og gjörðist kristindómsafneitari. Hinn ungi námsmaður hitti nú leikbróður sinn á óöalsjörð föður síns og gaf sig á tal við hann; komst hann þá brátt að því, að hann var orðinn einn þeirra, er í háði voru kallaðir heilagir. Hinn ungi vantrúai'maður aumkaðist þá yfir líann að hann skyldi vera farinn að angra sig með þvílíkum höfuðórum, og langaði til að losa hann við þá hleypidóma. A margan hátt reyndi hann til að gjöra honum skiljan- legt, að kristindómurinn gæti ekki verið sannur. Verlca- maðurinn hlustaði þegjandi á hann, þangað til hinn sagöi á endanum: „Getur þú nú svaraö rnjer nokkru upp á það, sem jeg hefi sagt? Skilur þú ekki, að jeg fiefi greinilega sjfnt þjer, að trúin þín er ástæðulaus?11 þá svaraði verka- maðutinn með mildu brosi: „Nei, það sem þú hefur sannað mjer, er ekki annað en það, sem jeg hef vitað síðan við vorum drengir, að þú liefur meiri skynsemi en jeg og veizb miklu meira. þú heíur gjört mig orðlausan í dag, en ef þú á morgun skyldir hitta kristinn mann, sem er þjer eins fremri að gátuin og þekking eins og þú ert mjer fremri, þá mun honum eins hæglega takast að gjöra þig orðlausan. Reyndar myndi það ekki fremur hjálpa þjer tii að verða kristinn en hin sterku orð þín hafa dugað til þess að lmgga minni trú. Nei, þú verður að fara allt öðru vísi að, ef þú átt að geta tekið trúna frá þeim, sem í raun og veru hefur lmna, þú verður að sanna honum, að guðs orð nái ekki að sýna krapt sinn í lífi hans. þú verður nð gjöra honuin ijóst, að það sje ósatt, að hann komist guði því nær, því meir sem hann lætur oi'ð haus ganga sjer til hjarta, og að hann sökkvi því meir í synd og eymd, því ólilýðnari sem hann er. En að sanna þetta tekst þjer aldrei, því hver kristinn maður reynir það dag- lega, að allur hans styrkur og friður, öli lians huggun o; ailui' hans dugnaður kemur af því, að hann er orðinn hlýðinn, og að öll lians sálarangist og vonzka kemur a£ því, aS hann megnar enn þá ekki að hlýða orðinu í öllu.“ Athugum þetta. Tal þes.sa ómenntaða verlcamanns tekur

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.