Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1892, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.01.1892, Blaðsíða 7
•183— lega einmitt meðvitund hennar um það, að liún sje full- komlega sainhljúða lögmáli hugsunarinnar, sein kemur henni til að hafa þá tilfinning, að hún hafi svo öendanlega yfir- burði framyfir kristindóminn. Hún þreytist aldrei á að endurtaka það, að kristnir menn óvirði skynsemina, sje hræddir við upplýsing hugsunarinnar, vilji halda mönnum í myrltri fávizkunnar, til þess þeir ekki skuli geta skilið sannleikann. Svo liljótnm vjer ]>á vist að hafa leyfi til að segja: Vantrúin viðurkennir þá, að það, hvort hún hefur rjett fyrir sjer, skuli rannsnkað samkvœmt þeim dómi, scm hugsanin fellir yfir sannleika staðhæfingar hennar. Hún er dœmd, svo f'ramarlega sem það sýnir sig, að ‘það, sem hún kallar sannleika, er jafn-óskiljanlegt og nokkur trúar- lærdómur. En að sýna fram á, að þessu er einmitt þannig varið', —að gera hugsaninni Ijóst, að hún þarf að eins að leggja það á sig að skoða hverja eina staðhæfing hennar niður í kjölinn, og að þá mun þar æfinlega verða fyrir henni nokk- uð, sem hugsaninni er óskiljanlegt, þetta er aðalætlunarverk hinnar kristilegu trúvarnar, enda mun það bera ólíkt meiri ávöxt en allar haltrandi tilraunir til að vinna samþykki hugsunarinnar á trúarlærdómmn kristindómsins. Takist oss að gjöra nrönnum skiljanlegt. að það er ekkert annað en hjátrú, Jieg'U' þeir ímynda sjer að þeir skilji tilveruna frá sjónarmiöi vantrúarinnar, gjöra þeim það auðsætt, að vissa hverrar vísindagreinar sem er enn í dag hættir hvervetna, þar sem trúarráðgáturnar byrja, sýna þeim skýrt, að eilíf tilvera efnisins er jafn-óskiljanleg eins og sköpun heimsins af lifanda guði, að sú ímyndun, að ekkert sje til nema hið líkamlega efni, sje eins mikíl ráðgáta og það, að til sje andi í eðii sinu algjörlega mismunandi frá hinu líkamlega efni, að hin svo kallaða frjálsræðis-neitan sje eins víst trú- arlærdómur cins og það, sem ritningin kennir uin mannlegt frjálsræði, að sú tilraun að gjöra sjer grein fyrir kristin- dóminum frá náttúrufræðisiegu sjónarmiði sje fullt eins miklum erviðleikum bundin eins os sk vrinc tniarinnar á þýðing kristindómsins í mannkynssögunni, — takist oss í hverju einstöku atriði hugsunarfræðislega að neyða van-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.