Sameiningin - 01.12.1893, Síða 6
—lðO-
því sarabandi vel og rœkilega vísaS á hina i'éttu aðferð krísti-
legs kærleika til a5 bœta úr fjárkröggunum, að hanntaiséö, hve
auðvirðilegt það er og ókristilegt, að ná inn fé til að borga fyrir
sína eigin trú með matai'veizluin og skemintisamkomum. eða
öðrum slíkum fjárveiðibrellum. Og svo sé alvarlega skorað á
menn, að hver t instakr gjöri það, sem hann getr, og spari þaði
sem hann getr, og leggi svo áreiðanlega sinn skerf fram í kirkj-
unni næsta sunnudag, ekki eins og neina náðargjöf, heldr sem
tillag, er hann lætr af hendi sér sjálfum til andlegrar blessunar-
Hvað ef'tir annað höfum vér séð þessa aðferð viðhafða, og
aldrei hefir það brugðizt, að hún dygði. Kristinn safnaðarlýðr
sýnir með þessu móti, að hann hefir tilfinning fyrir því, hvað
rétt er, og ber virðing fyrir sjálfum sér. Og hafi svona verið
farið að, þá hefir það æfinlega á eftir orðið presti og söfnaði
ánœgjuefni. þegar svona er farið að, þá þarf ekki að fara í
neina matarbón út á meðal fólks; menn sleppa við allan matar-
samkomu-undirbúning, allt það stjá, alla þá hörkuvinnu, sem
lendir á einstökum mönnum í sambandi við slíkar samkomur.
Einn giöggskyggn kirkjumaðr í einum vorra lútersku safn-
aða sagði nýlega: Upp frá því að rutt var matsuðuofninum burt
úr undiibygging kirkju vorrar og hætt varvið matarveizlu-kær-
leikann höf'um vér haft bæði peninga og frið í söfnuðinum. Á
mörgum stöðum eru Lúterstrúarmenn sá einasti kirkjuflokkr,
sem ekki vill neitt hafa að segja af þexsari ókristilegu aðferð til
fjárafia. þeir eru sem standandi mótmæli gegn öðrum kirkju-
flokkum, sem elta þessa hjáguði. þeir hafa ekkert andmælandi
orð að segja gegn félagslegum skemmtunum yfir höfuð, en þeir
vilja með engu móti blanda þeirn inn í trúarbrögð sín og setja
leik í staðinn fyrir skyldu. Kvekari nokkur sagði eitt sinn um
þá: „þeir hafa þá trú, að hvert ílát eigi að standa á sínum eigin
botni“. Œstr áhangandi ólútersks tlokks nokkurs, sem allt af
var að narta í lútersku kirkjuna, skaut þes-u þá eitt sinn út:
„þeir (nl. Lúterstrúarmenn) hafa enga trú, sem nokkur andi er
í, en það vil eg um þá segja, að þeir eru ráðvandir menn og
borga skuldir sínar, og alveg eins borga þeir allan þann kostnað,
sem trúin þeirra, smávaxin eins og hún er, hefir í för með sér,
án þess að biðja almenning að hjálpa sér til að borga hann, evns
og vér hinir gjörum"! — Óskandi væri, að þetta yrði sagt um