Sameiningin - 01.12.1893, Blaðsíða 14
—158—
oss, að hinir ljótu eiginlegleikar Þjóð'ólfs eru fleiri en vér nokk-
urn tíma höí'uin bent á.
það er gffið í skyn í þessari Tjóðólfs-grein, aö Sameining-
in kunni, ef tiJ vill, áör at hafa lmft einhver áhrif þar heima á
íslandi, en svo er sterklega ttkið fram, að þau íhrif sé vú eng-
in. þaö er ekki öröugt að sjá, hvernig þessu víkr við. það
stendr fullt eins vel með Sam. á Islandi nú eins ognokkru sinni
áör, enda hefir biaðið haldið sömu stefnunni alla sína æfi. En
ritstjöri Þjóðólfs reiðist oss út af því, sem vér höfðum sagt um
blaðið hans. Og s^o breytist skoðan hans á Sam. éðar; hún er
nú öþolandi blaö, full af „frekjufullum ofstækis rithætti",
„hranalegum dúmsúrskurðum um allt og alla hér heima“—fyrir
utan það „yfir.skin trúarvandlætingarinnar, sem stýrt hefir
penna séra J. B. einnig í þeim málum, sem ekkert eiga skylt
við kirkju og kristindém“. Áðr hafði Sam., ef til vill, einhver
áhrif heima á Idandi, en nú — síðan hún kom með neðahmáls-
greinina um 1 jóðólf og dœmdi hann — hefir hún alls engiu
áhrif. það er öneitanlega dAlítið kátlegt, að heyra ritstjórann
um Jeið og Jiann er að hefna sín fyrir þau fáu orð, sem um blaðið
hans stóðu í Sam., fullyrða, að blað vort hafi engin áhrif þar
heima. Grein hans ber þó sannarlega vott um, að ritstjórinn
hafi verið undir ahrifum, er liann setti hana sarnan. Og ekki
er það síðr skrítið, er hann á öðrum stað í greininni kemst svo
að orði: „Vér-------tökum svo sáralítið tillit til kjarnyrðanna,
er oss berast að vestan. það er oi'ðin venja að lesa þau með
einskonar meðaumkvunar-brosi.“ Menn lesi þessa jóðólfs-
grein, og munu fáir komast á þá skoöan að ritstjórinn hafi ritað
hana brosandi. Og þar sem sú grein er út af orðum, sem Sam.
flutti héöan að vestan, nl. orðum vorum um Ijóðólf, þá eru
heldr lítil líkindi til, að ritstjórinn hati lesið þau orð brosandi.
Skelfing er annars þessi Þjóðólfs-grein böngulega rituð-
það er Þjóffólfs-stýll í lakara meöallagi. Hver skilr aðra eins
orðasamsetning eins og þetta, sem áðr er tilfœrt: :,yfirskin trú-
vandlætingarinnar einnig í þeim málum, sem ekkert eiga skylt
við kirkju og kristindóm"? Eða annað eins orðalag og það segja,
að ritst. Sam. hafi „í einhverju ojstœHs óráði syJcruð blað sitt“’
þar sem ritstjórinn kallar oss drenglinoklca, „illa vaninn og illa
upplýstan1', þá hofir haua lánaS þann titil hjá séra Ólafi í Am-