Sameiningin - 01.12.1893, Side 15
—159—
arbœli (úr húsvifcjunar-fyrirlestrinum), og um það er lítið að
segja, úr því hann gat ekki sjálfr fundið u|>p neitt betra. En
þegar hann rétt á eftir kallar oss „patríarka", þá sýnir ritstjúr-
inn, að hann er ekki mikiö virkilegieika-skáld, því að vér vitum
ekki til, að „drenghnokki" og ,.patríarki“ hafi nokkurn tíina
sameinazt í einni og söinu persónu. því trúir enginn, að rit-
stjóri Sam. geti verið slíkt „amfibíum". Hitstjórinn nefnirmeð-
aumkvunarbros. það brosa margir þesskonar brosi yfir Þjóff-
ólji í framtíðinni, ef stýllinn ritstjórans verðr ekki betri en í
þessari ritstjórnargrein.
- —--------------------
Bamasálmar eftir séra Valdemar Bnem (Rvík 1893). —
þetta litla kver kom of seint í hendr vorar til þess vér gætum
lýst því hér í blaðinu eins og vér vildum nú fyrir jrtlin. það
hefði þó átfc svo vel við, því kverið er einmitt svo notaieg jola-
gjöf handa börnum. það eru 50 sálmar, einfaldir og stuttir,
fiestir út af einhverri ritningai'grein flestir ágætlega vel lagaðir
til að vera sungnir í sunnudagsskólum. Vér teljum víst, að
þegar sunnudagsskólakennendr vorir hafa kynnt sér sálmasafn
þetta, verði þeir samhuga um að koma því inn í skóla sína. —
Kverið er hér í Winnipeg til sölu hjá brœðrunum Magnúsi og
Vilheltn H. Pálssonum (618 Jemima Str.).
Ritstjóri ísafoldar hr. Björn Jónsson gaf fyrir nokkru út
þýðing af ritlingi Druramonds „The Greatest Thing in the
Worla“ (Mestr í heimi). Nú er það rit út komið á ný í nýrri
endrbœttri þýðing, þar sem þýðandinn liefir haft fyrir sér áreið-
anlega útgáfu af frumritinu. Og annan merkan ritling eftir
sama fræga höfund hefir hr. Biörn Jónsson nú líka þýtt og ný-
gefið út: Pax vohiscum eða „Friðr sé með yðr“. í þeiin ritlingi
er lagfc úfc af hinum inndælu orðum Krists í Matth. 11, 28—30:
„Komið til mín, allir þér, sem þreyttir eruð og þunga hlaðnir“,
o. s. frv. — Utskýringin, sem Drummond kemr með á orðutium:
„Takið á yðr mitt ok“, er sérstaklega merkileg. — Báðir þessir
þýddu ritlinmir Drummonds verðskulda það, að þeir fai út-
breiðslu hjá fólki voru.
Frumvarp til safnaðarlaga fyrir söfnuði kirkjufélags vors
var samþykkt á kirkjuþingi 1887, og á kirkjuþinginu í fyrra
(1892) var það endrbœtt með dálítilli viðbót, sem nauðsynlegt
er að komist inn í grundvallarlög allra safnaða vorra. Hið
endrbœtta safnaðarlagafrumvarp var prentað í Sam. á síðast-
liðnu sumri, í Júní-nr.inu. En um leið var af því tekin sérprent-
an á nokkrum hundruðmn esemplara, sem ætlazt var til að út«