Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1894, Síða 3

Sameiningin - 01.07.1894, Síða 3
—67— um oss hátíSlega til aS starfa á þessu kirkjuþingi og heima í söfnuSum vorum aö þeim málum, sem hér verSa samþykkt, sam- kvæmt grundvallarlögum kirkjufélag-í vors og tilgangi þeirra.“ ])á las forseti upp og lagSi fram ársslcýrslu sína þannig hljóSandi: Árið petta síðasta hefir litla breyting til framfara gjört á hin- um ytra hag kirkjufólags vors. I>að hefir, eins og þér allir vitið, verið eitthvert mesta vandræðaár, sem saga þessa lands veit af að segja. Atvinnuskortrinn og hin almenna fjárpröng hafa heft allar framfarir, liinar kirkjulegu framfarirnar jafnt og aðrar. Á slíkum hörðum tímum verða inenn að gjöra sér að góðu, þó að ílest öll fé- lagsmál standi í stað, mega þakka fyrir, ef ekki verðr aftrför. Guði sé lof fyrir það, að hversu ervitt sein með kirkjumálin hefir gengið á árinu, sem leið, hefir hann þó haldið verndarhendi sinni yfir oss og þessu veika kirkjufélagi, varnað því af miskunn sinni, að þessi litla stríðandi kirkja vor fólli í rústir. Söfnuðirnir, sem kirkjufélaginu tilheyrðu í fyrra, þegarkirkju- þingið kom saman, voru 22, að meðtöldum söfnuði þeim i Spanish Fork, Utah, sem sóra Runólfr Runólfsson, trúboði hins enska lút- erska kirkjufélags General Council, veitir forstöðu. Síðan hefir einn nýmyndaðr söfnuðr gengið í kirkjufélagið, Pétrssö/nuðr, í byggðarlaginu umhverfis Akra, Pembina Co. í hl orðr-Dakota. Svo að tala safnaðanna, sem nú standa i kirkjufélaginu, er 23, en ault þeirra eru tveir söfnuðir í prestakalli séra Steingríms N. Uorláks- sonar í Minnesota, sem algjörlega fylgja oss i trúarlegu tilliti, þótt ekki hafi þeir enn formlega gengið í kirkjufólagið. Hallsonsöfn- uðr í Norðr-Dakota hafði um nokkur ár sökum skorts á prests- þjónustu nálega legið í dái. En á þessu ári hefir hann aftr verið vakinn til lífs. Á ársþingi í fyrra voru, eins og yðr er kunnugt, tveir guð- frœðingar vígðir til prestskapar innan kirkjufélagsins, svo að síð- an hafa kirkjufélags-prestarnir verið 6. Var nú til muna bœtt úr hinum tilfinnanlega prestaskorti, sem áðr hafði verið, og vantar þó mikið á enn, að allir söfnuðir vorir hafi reglulega og stöðuga prestsþjónustu; og náttúrlega hefir kirkjufélaginu ekki heldr verið unnt að reka nokkra verulega missíón meðal hinna dreifðu hópa af Islendingum, sem fyrir utan kirkjufélagið standa. Einn af prest- um félagsins, sóra N. Steingr. Uorláksson, hefir líka, sinna eigin heimilisástœðna vegna, verið burtu frá söfnuðum sínum og kirkju- félagsstarfinu yfir höfuð mikinn hluta af árinu, ferðaðist til Noregs í haust og er nú að eins nýkotninn aftr. Annar þeirra, er vígðir voru í fyrra, séra Björn B. Jónsson, var kallaðr til að vera missíóns- prestr kirkjufólagsins. í fjarvist sóra Steingríms þjónaði hann prestakalli hans um nokkra mánuði, en að öðru leyti hefir hann ferðazt milli hinna prestlausu safnaða og víðar um byggðir íslend-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.