Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1894, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.07.1894, Blaðsíða 7
—71— {>ótt oss þylú fyrir því, afS hinn sanni félagsandi ekki skyldi koma betr f ljós við undirtektir safnaðanna, sjáum vér oss ekki fœrt að ráða þinginu til annars en, aö svo stöddu, aö satnþykkja bráðabyrgðarsamþykkt þá, semgjörð var á kirkjuþinginu i fyrra, þar sem forseta kirkjufélagsins er gefin heimild til að veita fátœkum fjærliggj- andi söfnuöum,—• svo framarlega sem þeir œski þess —allt upp að $35.00 úr kirkju- félags sjóði upp í ferðakostnað erindsreka þeirra á þing, ef fé væri fyrirliggjandi. Eftir all-miklar umrœður var nefndarálitið samþykkt. Samþykkt, að dr. Móritz Halldórsson, sem kjörinn hafði verið sem varamaðr fyrir Garðarsöfnuð o<r nú var viðstaddr, skyidi sitja á kirkjuþino-inu með fullkomnum erindsrekarétt- indum í stað H. Hermanns, sem var fjarverandi, þá er hann gæti eigi verið við. Bókasafnsmálið var þá tekið fyrir. Séra Jón Bjarnason lagði fram reikning frá hr. Sigtrygg Jónassyni og sjálfum sér yiir kostnaðinn við bókasafnið og fó það, er til þess hefði borgazt, og var þá sýnt, að upphæð sú, er vantaði á til þess að safnið væri fullborgað, var §43,55. Var málið rœtt um hríð og síðan í því sett 3 manna nefnd : dr. M, Halldórsson, Sigurðr Sigurðsson og Árni Sveinsson. 5. fundr, sama dag, kl. 8 e. m. Nefndin í bókasafnsmálinu lagði fram álit sitt svo hljóðanda: Vér, sem kosnir vorum til að íhuga, hvernig ráða ætti fram úr vandræðum þeim, sem risið hafa út af kaupum á bókasafni þv(, sem rœða var um á kirkjuþingi í fyrra og sem nú er í vörzlum forseta kirkjufélagsins, höfum komizt að þessari niðrstöðu: Að eina ráðið til þess að ná inn þeirri upphæð, sem enn vantar til þess að ljúka skuld þeirri, sem hvílir á nefndu bókasafni, sé að leita frjálsra samskota meðal hinna núverandi kirkjuþingsmanna og annarra, sem viðstaddir eru á þessu lcirkjuþingi, og ],að ])ví fremr, sem vér álítum, að þetta mál sé frá upphafi fremr mál kirkjuþings- mannanna en kirkjufélagsins i heild sinni. Vér höfum samkvæmt framansögðu leitað samskotanna óg hefir árangrinn orðið sá, að vér höfum fengið: í peningum................................ $i8.oa og í loforðum................................ 47.00 Samtals........... $6^.oo ]>ar sem málið er nú komið á þetta stig. 1 eyfum vér oss, að ráða hinum heif ruðu kirkjuþingsmönnum eða kirkjuþinginu til þess, að afhenda bókasafnið algjörlega í hendr nefnd þeirri, sem kosin verðr í skólamálið til gæzlu og varðveizlu og til ævar- •andi eignar skólans, þegar hann kemst á fót; og enn fremr ráðum vér til, að bókasafn þetta verði til afnota að eins fyrir þá, sem njóta tilsagnar á skólanum, þegar hann kemst á fót. Eg undirritaðr er hinura heiðruðu samnefndarmönnum mínum sam]>ykkr á

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.