Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1897, Qupperneq 4

Sameiningin - 01.08.1897, Qupperneq 4
— 68 — norðr. En hvorlri séra Ocldi V. Gíslasyni né séra Jóni J. Clemens hefir neitt verið borgað úr þeirri átt. Skölamál kirkjufélagsins hcfir eins og áðr verið aðalmál vort. 0g er mér áncegja að geta þess, að því hefir blessunarlega þokað áfram á þessu síðasta ári. Ályktan síðasta kirkjuþings um það, að fá einn mann til þess að ferðast um byggðir safnaða vorra og leita fjársam- skota hjá almenningi í skólasjöð, hefir reynzt hið mesta heillaráð. Skrifari kirkjufélagsins, séra .Jönas A. Sigurðsson, tök þetta erviða stai'f að sér, enda hefir það sýnt sig, að hann var allx-a manna hezt til þess kjöi'inn. Hann ferðaðist í þessu ei’indi í Oktöber hingað suðr til Islendinga-byggðarinnar í Minnesota; síðan í Nóvember norðr i Argyle- byggð í Manitoba, til Brandon, Winnipeg og Selkii’k. Til Nýja Is- lands ætlaði hann einnig í sömu ferðinni, en varð að hætta við sökum heilsubilunar. En í Desember og síðar bar hann málið fram í söfnuð- um séra Eriði'iks J. Bei'gmanns og sínum eigin í Norör-Dakota. Eins og þér munuð sjá af skýrslu þeirri, er skólamálsnefndin væntanlega ]eggr fyrir þingið, hefir árangrinn af þessu fjársöfnunarverki vei'ið mikill og göðr, langt fi'am yfir það, sem vér bjuggumst við, vafalaust. En ákatíega mikið hefir séi'a Jönas ox'ðið á sig að leggja við þetta starf, meira líklega en gott var fyrir heilsu hans, og mikill tími hefir til þess gengið frá liinu eiginlega prestskaparstarfi hans í söfn- uðum þeiin, er hann þjónar. Og eiga þeir ásamt honum mikla þökk af oss skilið fj'rir það, sem í þessu sambandi hefir af þeim vei'ið lagt í sölurnar. Eg hefi í seinni tíð leitað mér upplýsinga skólafyrir- tœki voru viðvíkjandi hjá ýmsum mei-kum mönnum fyrir utan þjöð- fiokk vorn, sem líklegir þöttu til þess að geta gefið oss góð ráð. Og mun eg frckar gjöra grein fyrir því síðar, þá er skölamálið kemr til um- í'œðu á þinginu. Það kemr nú bráðum að því, að vér þurfum að koma oss saman um stað fyrir skólastofnanina. Og sumir hafa, ef til vill, búizt við því, að það atriði yrði xitkljáð á þessu þingi. Ekki sé eg þó neina brýna nauðsyn til þess .bei'a, þar sem nú er sýnt, að ekki hefir það neitt staðið fyrir samskotunum til skölans, aö skölastœðið er enn óákveðið, og enn fremr vitanlegt, að eigi eru nein tök á því, að skólinn geti byrjað á þessu ári og naumast heldr á næsta ári sökum vantandi kennslukrafta. Og að minnsta kosti vil eg alvarlega ráða lrirkjuþingi þessu frá að taka fullnaðarályktan um skölastœðið nema því að eins, að allir geti bröðui'Iega oröið á eitt sáttir í því máli. Málið um inngöngu kirkjufólags vors í tíenernl Gouneil kemr að sjálf- sögðu fyrir á þessu þingi. Og var svo um húið af síðasta þingi, að vér gætxim lagalega samþykkt inngönguna nú, ef vér sæjúm kirkju- félaginu það fyrir beztu. Því breytingin fyrirhugaða á gruli'd- vallarlögum félags vors, sem nauðsynleg er til inngöngunnar, getr hú komizt á, ef hún, eins og eg tel víst, fær nógu mörg atkvæði með sér. En áhugi fyrir inngöngunni hjá almenningi safnaðanna er, ef til vill, ekki enn orðinn nögu mikill, og það hefir ekkert verið ritað um það á árinu, hvorki af nefndinni, sem í því var sett, né neinum öði'um, og jnér vitanlega mjög övíða verið rœtt á safnaðarfundum. En á hinu

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.