Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1897, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.08.1897, Blaðsíða 16
—80— Upphæð sjóðsins samkv. reikningi 1. Júlí 1896.............13,151.89 Vextir af sjúðnum frá 1. Júlí ’96 til 1. Febrúav ’97 ........ 118.55 Áfallnir vextir frá 1. Febrúar til 1. Júlí ’97............ 64.01 Fyrir Aldámöt V. árg...................................... 35.00 Gjafir boi-gaðar í skólasjóð á árinu...................... 1.475.65 Samtals.................?4,845.10 Að auki á skólasjöðrinn í loforðum, sem gefin hafa verið fjármála- erindsreka kii-kjufélagsins, $377, og telr nefndin sjálfsagt, að mestöll muni þessi öinnkomnu loforð verða borguð á næstkomanda hausti. Öll ný lán, sem veitt hafa verið á árinu, hafa verið gegn fyrsta veði í fasteign. Á þinginu í fyrra kom fram tilboð frá bœnnm Crystal í Norðr- Dakota um, að gefa $2,000 í peningum og 6 ekrur af landi, svo framar- lega sem ákveðið yrði, að byggja skólann þar. Nú liefir sami bœr gjört tilboð um að gefa $3,000 í peningum og 10 ekrur af landi. Og bœrinn Park Biver í North Dakota sendi erindsreka hingað á þetta kirkju- þing, sem iagði fram tilboð frá þeim bœ um $4,000 gjöf í peningum og 10 ekrur af landi, svo framarlega sem skólinn yrði byggðr þar, ojj voru öll þau loforð lögð fram í undirskrifuðum nótum, og' verðr nu þingið að ákveða, hvernig það vill taka þessum boðum, sem gjörð eru af góðuin vilja og vér höfum mikla ástœðu til að vera þakklátir fyrir.“ þingið greiddi séra Jónasi A. Sigurðssyni í einu hljóði þakklætisatkvæði fyrir starf hans sem fjármálaumboðsmanns í skólamálinu. Síðan hófust langár umrœður utn málið, sem aðallega sner- ust um það, livort skólastœðið skyldi nú fastákveðið eða ekki, o<r í annan stað um það, hvar skólitin skyldi settr, þá er til þess kœmi. Tillaga var borin upp og samþykkt um það, að bréf þau skólatnálinu viðvíkjandi, setn farið höfðu á milli forseta kirkju- félagsins og skólatnanna nokkurra, væri lesin upp. Forseti skýrði frá, að bréf þau, sem hér er við átt og hann hefði lauslega getið um í ársskýrslu sinni, væri til skýringar því spursmáli, hvort og að hve miklu leyti það væri annmörk- um bundið að cinu leyti fyrir námsmenn frá Canada að halda áfram námi við menntastofnanir í Bandaríkjunum, og að öðru leyti fyrir nátnsmenn frá skólum Bandaríkja að halda námi áfratn á skólum Canada-manna. Upp á hið fyrra atriði hefði hann sent samhljóða fyrirspurn til 5 skólastjóra í Bandaríkj- um: dr.s Wahlström, forstöðumanns fyrir Gustavus Adolphus College í St. Peter, Minnesota, dr.s Weidner, forstöðumanns hins lút. prestaskóla í Chicago; dr.s Roth, forstöðumannsins fyrir Thiel College í Greenville, Pennsylvauia; dr.s Northrop, forstöðumannsins fyrir háskóla Minnesota-ríkis í Minneapolis;

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.