Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1899, Page 12

Sameiningin - 01.03.1899, Page 12
landi, aö því er snertir mannfélags-meinin, hvort sem þau eru heilbrigöisleg, þjóöfélagsleg' eða kirkjuleg. þaö er ekki sjaldgæf ásökun, að hina svo nefndu aðfinn- ingamenn skorti kærleika, þar sem það er vitanlega lifandi, einlægr kærleikr, sem knýr þá til að tala. Persónulega getr ]?að ekki oröið nein hagsvon, að hefjast handa gegn viðtekn- um venjum og eiga í baráttu við þjóð sína, fjöldann og fyrir- liðana, þeldr hið gagnstœða. Eins og það er ervitt og van- þakklátt, er það eðli mannsins óljúft. því eru þeir líka svo fáir, éem taka á sig það ok.—En þeir, sem gjöra það, tala af því þeir trúa. ])eir aga af því þeira elska. Foreldrin aga sín eigin börn á undan börnum náungans, einmitt af því, að þau elska þau meira. Menn hefði gott af að minnast þess, að enginn hefir talað þyngri ávítunarorðum til náungans og þjóðar sinnar en Jesús frá Nazaret, og kom það vitanlega af engum kærleiksskorti hjá honum, sem var ímynd og upphaf hins sanna, guðlega kærleika. Eg get ekki vel gleymt því, að fyrsta prédikunin, sem eg heyrði á íslandi, skyldi óbeinlínis vera bergmál af þeim misskilningi brœðranna heima, að áminningarorð hinna kirkju- legu leiðtoga hér vestra væri sprottin af skorti á bróðurkær- leik og sanngirni,—þó þeir væri hvergi nefndir á nafn.—það, sem gjörir hinn kristna nútíðar-Islending að hinum miskunn- sama Samverja, er eftir þeirri kenning, að steinþegja stöðugt, þó hann sjái, að þjóðin hans eða þjóðkirkjan sé að falla í ræn- ingja hendr, eða, sár og svift sínum helga skrúða, liggi lemstr- uð við alfaraveg af völdum andlegra stigamanna. Að vera þagmælskr í þessum skilningi hefir því verið talin dýrðleg dyggð á landi voru. Og þar sem þjóðlíf er jafn-þröngt og lít- ið sem vort, er auðvelt að nej'ða manninn til þess að vera æfilangt í andlegu tjóðri. Enda hefir það vel tekizt. Margir menn, t. d. þjónar kirkjunnar, hafa upphaflega gengið að hinu guðlega starfi sínu með hjartað fullt af kærleika og á- huga fyrir andlegri heill og framför þjóðar og kirkju. En sá hiti hefir of oft dvínað og dáið út. Náttúran hið ytra er engu kaldari, óblíðari né óstöðugri

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.