Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1899, Side 17

Sameiningin - 01.03.1899, Side 17
9 á íslandi, aö mér skilst, en hiö andlega og innra líf hinna kæru systkina, sem þar ala aldr sinn. Getr vel veriö, aö kuldi landsins og kjör fólksins eigi þátt í hinum andlegu ísa- lögum, snjóflóöum og skriöjöklum, sem þar standa andlegum gróöri fyrir þrifum á mörgum stööum. Og dœmalaust má það þroskaleysi heita, að heil þjóö skuli hvaö helzt hafa þaö fyrir stafni andlega enn í dag, aö afsaka ávirðingar sínar og bót- mæla brestum sínum. Enginn hœgöarleikr er það, er þannig er ástatt, að gjöra þjóðlífið að umtalsefni. Hver einasti Islendingr þykist til þess hafa öll skilyrði, að dœma um slík mál,-—að gjörast óhlut- drœgr dómari í sínu eigin máli. Við það boetist, auk þess, sem þegar var sagt um tilfinningar-afstöðuna gagnvart öllu ís- lenzku, að sjóndeildarhringr afskekktrar þjóðar er eðlilega mjög takmarkaðr og fátt erlent og uppbyggilegt þar til sam- anburðar. Danir, sem telja má smáa og í rnörgu þroskalitla þjóð, eru helzt fyrirmynd þjóðar vorrar. Enn er þess að gæta, að þeir menn, sem kynnzt hafa fram- förum hinna brezku og amerísku þjóða og taka þær svo til samanburðar við ástand íslands, geta virzt ósanngjarnir í kröf- um sínum og dómum. þeir hinir sörnu verða einnig áreiðan- lega fyrir miklum vonbrigðum sjálfir, þegar til Islands er kom- iö, ekki sízt, hafi menn áör lagt trúnað á framfara-raup sumra blaða þar heima. Allt slíkt hljóta menn að taka til greina, ef hlutdrœgnis- laust skal dœmt um íramkomu íslendinga heima og sömuleið- is erlendis. Heima á íslandi er stöðugt verið að dœma um Vestr-ís- lendinga, allt þeirra ástand og starf.—Hver maðr, sem að vestan vitjar ættjarðarinnar, verðr eðlilega að kveða upp sinn dóm um ástandið hér vestra. Blaðamenn, rithöfundar og skáld skoða sig sem hinn kjörna kviödóm í því máli. En auk þeirra eru lang-flestir af landsins sonum,sem eitthvað hafa um oss hér að segja. Vitanlega eru þó þekkingar-skilyrði flestra brœðranna heima, í því máli, færri en vor.—þekking vor á högum Islands er, ef til vili, ekki talin nákvæm þar heima, eftir því að doema, sem vikiö hefir veriö aö séra Jóni Helgasyni.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.