Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1899, Qupperneq 18

Sameiningin - 01.03.1899, Qupperneq 18
10 En all-mikið meira veit þó að sjálfsögðu fjöldi hinna eldri ís- lendinga hér um ástand og hætti þar heima en þeir vita um vorar ástœður. Og í þessu sambandi er það engan veginn fjarri sanni, að minna á þessi orð hins fræga Emerson’s, er hann sagði eitt sinn um Ameríku á uppvaxtarárum þess lands: ,,Judge no building while the scaffolding is up. “ I þeim er fólgin rétt- mæt afsökun vor, sem um io til 20 ár höfum tekið ofr lítinn þátt í uppbygging þess lands. Og sannarlega ná þau orð fremr til vor Vestr-íslendinga á vorum fyrstu frumbýlingsár- um, með algjörlega allt, þó einkum hið andlega starf, á sínu fyrsta myndunarstigi,—-heldr en til brœðranna heima, þar sem þjóðfélagið er 1025 ára gamalt—eða 1000 árum eldra en fyrsta landnám Islendinga hér, og kirkjufélagið nálega 900 ára að aldri, sem vaxa hefði átt að vizku og náð allan þann tfrna, er vort kirkjufélag telr lítið fleiri ár en kirkja föðurlandsins telr aldir. Og með þetta í huga veit eg, að brœðrnir á íslandi trúa því, að því að eins kom eg til Islands nú síðast, því að eins hugsa eg og tala um Island, að mér er annt um það og að eg feginn kysi að vera f hóp þeirra, er þar taka stein úr götu. Á íslandi var mér sýndr einlægr bróðurkærleikr. Og mér þykir nú í raun réttri miklu vænna um Island og einkum þá menn, er þar stríða, en nokkru sinni áðr. það er því ekki af kala, ef eg sé hlutina þar í öðru ljósi en þessu ljómanda íslenzka norðr- ljósi, sem í augum þeirra, er nær þeim búa, varpar dýrðar- Ijóma yfir nálega alla íslenzka hluti. ViíT útför í'ramlitViima. Við gröfina. Prestrinn gengr á undan þeim, er bera llkkistuna, og segir. þegnr komið er rétt að gröfinni: Eg veit, að frelsari minn lifir, að hann mun lengst á jörð- inni standa. Og þegar seinna meir hörund mitt, þetta hold, er farið, mun eg sjá guð án holds. Já, hann einmitt mun eg sjá, mín augu skoða hann og ekki annar (Job 19, 25—27).

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.