Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1899, Page 19

Sameiningin - 01.03.1899, Page 19
Fyrst vér höfum ekkert flutt inn í heiminn, þá er þaö bert, aö vér ekkert munum þaöan geta burtu flutt (i.Tím.6,7). Drottinn gaf; drottinn tók; lofaö sé drottins nafn (Job 1, 21). Þegar líkkistan er lögð niðr í gröfina, segir prestrinn: Maðrinn, fœddr af konunni, lifir stutta stund og mettast af órósemi. Hann sprettr upp sem gras og fölnar. Hann flýr sem skuggi og staönæmist ekki (Job 14, 1—2). I lífinu miðju erum vér í dauðanum. Hjá hverjum öðr- um skyldum vér leita fulltingis en þér, drottinn, þótt þú sért oss réttlátlega reiðr sökum synda vorra ? Ó, drottinn guð, sem öllum er heilagri, almáttugi drott- inn, ó, heilagi og allra miskunnsamasti írelsari, lát oss þó ekki lenda í hinum beisku kvölum eilífs dauða. pú veizt, ó, drottinn, hvað býr í djúpi hjartna vorra. Loka eigi miskunnsömum eyrum þínum fyrir bœn vorri, heldr þyrm oss, allra heilagasti drottinn. Almáttugi guð, heilagi og miskunnsami lausnari, þú, háverðugi eilífi dómari, lát oss ekki á síðustu stund æfi vorrar út af neinu, sem vér þá tökum út, í dauðanum, falla frá þér. Áðr en mold er kastað á líkkistuna í giöfinni segir prestrinn: Með því að guði almáttugum samkvæmt kærleiksfullu vís- dómsráði hans hefir þóknazt, að taka sál þessa látna bróður vors (þessarar látnu systur vorrar—eða: þessa látna barns) burt úr heimi þessum, þá afhendum vér jörðinni líkama hans (hennar) í von um upprisuna til eilífs lífs fyrir drottin vorn Jesúm Krist, sem mun ummynda líkama vorrar lægingar, svo að hann verði líkr hans dýrðarlíkama, eftir þeim krafti, sem hann hefir til að leggja allt undir sig. TJm leið og moldinni er kastað á kistulokið: Af jörðu ertu kominn.—Að jörðu skaltu aftr verða.—Af jöröu skaltu upp aftr rísa. Þá má syngia sálm eða sálmsvers. Og að þeim söng enduðum sé ein eða neiri af bœnum þeim, er hér fara á eftir, fram borin: Almáttugi guð, miskunnsami faðir, vér grátbœnum þig af óendanlegri gœzku þinni að styrkja oss og varðveita meö hei- lögum anda þínum í réttri trú, svo að vér fyrir hina dýrðlegu upprisu drottins vors fáum huggazt í sorg vorri út af andláti

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.