Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1899, Síða 21

Sameiningin - 01.03.1899, Síða 21
gröfinni hefir helgaö grafir þinna heilögu, og fyrir hina dýrÖ- legu upprisu hans hefir leitt í ljós lífið og ódauðleikann, svo að allir, sem í honum deyja, hvíla í friðiogvon,—þigg—vér biðj- um þig-—hjartfólgna þökk vora fyrir sigr þann, sem hann hefir unnið oss til handa, og fyrir alla þá, sem sofa í honum. Og varðveit oss, sem enn þá erum í líkamanum, í ævaranda sam- félagi með öllum þeim, sem bíða þín á jörðu, og með öllum þeim, sem umhverfis þig eru á himnum, í sameining við hann, sem er upprisan og lífið, hann, sem með þér og heilögum anda lifir og ríkir einn sannr guð frá eilífð til eilífðar. Amen. Náðin drottins vors Jesú Krists, kærleikr guðs og samein- ing heilags anda sé ávallt með oss öllum. Amen. Ný altarisraynd. Kirkjan á Mountain eignaðist nýja altarismynd nokkru fyrir jólin. Hún er upphaflega máluð af frægum þýzkum málara, prófessor Plockhorst, og hefir hann kallað hana Noli rne tangere á latínu eða ,,Snertu mig ekki!“ Hún sýnir frels- arann upprisinn á páskadagsmorguninn á því augnabliki, þeg- ar María frá Magdala þekkir hann, og hefir málarinn haft í huga frásögnina í Jóhannesar guðspjalli (20, 15—17). J)ar segir, að María hafi komið til grafarinnar og séð, að steinninn, sem hylja átti gröfina, var tekinn frá. Hún fer þá til þeirra Pétrs og Jóhannesar og segir þeim þetta. Flýta þeir sér þá báðir út til grafarinnar, og virðist Marfa annaðhvort hafa fylgzt með þeim eða komið rétt á eftir. þegar þeir hafa virt gröfina fyrir sér og jafnvel gengið inn í hana og rannsak- aö allt, sem þeir sáu þar, svo að hver skuggi efans skyldi hverfa úr hjörtum þeirra, fóru þeir heim til sín aftr. En María stendr eftir við gröfina og grætr. Hún fer þá að hyggja inn í hana og sér þar tvo engla hvítklædda, sitjandi, annan til höfða, hinn til fóta. J)eir sögðu við hana: ,,Kona, hví grætr þú?“ ,,Af því“, segir hún, ,,að búið er að taka drottin minn burt. ‘ ‘ En í sama bili varð henni litið aftr fyrir sig, og þar sér hún mann standa, sem hún ekki þekkir. Húq heldr ]rað

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.