Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1899, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.03.1899, Blaðsíða 22
sé grasgarösvörðrinn. Hann segir við hana: ,,Kona, hvaö grætrþú? Að hverjum leitar þú?“ Hún svarar: ,,Herra, hafir þú borið hann í burtu, ]?á segðu mér, hvar þú hefir lagt hann, og mun eg sœkja hann. “ Hann talar þá til hennar með nafni og segir: ,,María!“ Hún snýr sér við og segir: ,,Rabbúní!“ (lærimeistari); þannig hafði hún ætíð ávarp- að Jesúm. þetta augnablik hefir nú málarinn tekið. Um leið og María þekkir frelsarann og segir: ,,Rabb- úní! “ lætr málarinn hana falla á kné og fórna upp höndum, rétt frammi fyrir honum, eins og hún ætli að faðma hann að sér. En frelsarinn bendir með hœgri hendi til himins og segir: ,, Snertu rnig ekki, því enn þá er eg ekki upp stiginn til föð- ur míns; en farðu til brœðra minna og segðu þeim, eg muni upp stíga til míns föður og yðar föður, til iníns guðs og yðar guðs. “ þetta er rétt um sólaruppkomu. Málarinn lætr Maríu krjúpa í skugganum af klettinum, sem gröfin var högg- in í; hann gnæfir hátt upp til hœgri handar og er vaxinn grasi og trjám að ofan. En frelsarinn stendr þar sem fyrsti sólar- geislinn fellr á jörðina hinum megin við klettinn og allt loftið glóir af dýrð hinnar upp rennandi sólar. Til vinstri handar sést krossinn í fjarlægð.—Málverk þetta er ljómanda listaverk og hin mesta kirkjuprýði. það sýnir söfnuðinum um leið og hann kemr inn í kirkjuna, hvernig hann á að falla á kné fyrir frelsaranum í tilbeiðslu eins og María. Mynd þessi er gefin kirkjunni af kvenfélagi Víkrsafnaðar, og er vonanda, að þessi fagra gjöf verði til uppbyggingar og blessunar og kenni bæði ungum og gömlum að elska frelsarann og kirkjuna meir eftir en áðr. F. J. B. ——-—’ ---------------- ,,För pílagrímsins“ (Pilgrim's Progress) eftir Bunyan, íslenzka þýðingin, sem ,,Smáritafélagið“ enska lét prenta í London árið 1876, er nú til sölu hér vestra hjá séra Jónasi A. Sigurðssyni, sem á Islands-ferð sinni fékk sölu-umboð á henni meðal fólks vors hér í landi. Verð bókarinnar (í laglegu lér- eftsbandi) hjá honum er 60 cts. þessi bók ætti að vera í hverju húsi og lesin af öllum. það er stórkostleg og ákaflega áhrifamikil skáldsaga í líking- arbúningi út af dýpstu trúarraunum kristinna manna. Ein

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.