Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1899, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.06.1899, Blaðsíða 4
52 hana og hugsum um hana og lifum af henni, að oss finnst, eða ,,liggjum eins og á brjóstum hennar“. Vér eigum í baráttu fyrir lífinu, heyjum það stríð, harðsótt margoft, og erum sí og æ að hugsa um það. Umhyggjurnar og áhyggjurnar í sam- bandi við það koma eins ogsnjóflóð ofan úr íslenzkum hamra- beltum niður yfir oss. Oss finst eins og alt hvíli á oss og vér þurfum að sjá um alt. Vér sökkvum oss æ dýpra niður í hið jarðneska og stundlega. það dregur huga vorn æ nær sér og tengir hann æ fastar við sig. Vér verðum æ meir samgrónir lífinn hér á jörðunni. En meðan á þessu stendur, er ,,heim- urinn“ að smá færast upp á herðarnar á oss, en himininn smám saman að hverfaoss sjónum. Vér færumstæ nær jörð- unni, þar til hún verður oss alt; en um leið æ fjær himninum, þar til hann verður oss ekki neitt. Auðvitað er himininn sá sami, opinn og bjartur, þrátt fyrir það þótt vér breytumst, því guð er hinn sami, hann sem býr í himninum. Vér að eins byrgjum fyrir hann, með því að bera ,,heiminn“ á herðunum, í stað þess að hafa hann undir fótunum og láta hann lyfta oss nær himninum. Góðurinn minn, þú sem lest þetta, ef þú finnur einhvern sannleika í því, lofaðu honum þá að minna þig á það, að þú látir heiminn aldrei hylja fyrir þér himininn, en að þú hafir hann undir fótum þér og lítir upp í himininn til föður þíns, í Jesú nafni. Hann getur borið heiminn á höndum sér og þig líka; enda gerir hann það áreiðanlega. Starfaðu svo að verk- inu þínu, en gleymdu ekki að líta upp til hans og láta það miða upp á við og lyfta sjálfum þér æ nær himninum. Áirrjp af sögu „General Councils“. Snemma á seytjándu öld hófst innflutningur lúterskra manna til meginlands þess er vér nú byggjum, Ameríku. Ar- ið 1613 stofnsettu Hollendingar nýlendu á Manhattan-eyju, þar sem New York-borg nú stendur. Flestir þeirra tilheyrðu reformeruðu kirkjunni; en þó voru fáeinir lúterskir menn jafnvel í fyrsta hópnum. Ekki óx samt tala lúterskra Hol- lendinga í Ameríku að miklum mun, og loks hverfur hið kirkjulega starf þeirra algjörlega úr sögunni.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.