Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1899, Page 5

Sameiningin - 01.06.1899, Page 5
53 Lengra suður með austurströnd Ameríku, þar sem nú er ríkiS Delaware, settist aS annar hópur lúterskra manna, Sví- ar. þeir stofnuSu þar nýlendu áriS 1638. þeir áttu oft mjög örSugt meS aS fá nægilega prestþjónustu á sínu máli og í sam- ræmi viS sína trú. BörSust þó þeir og afkomendur þeirra mjög ótrauSlega fyrir því, aS viShalda trú feSra sinna; en þó kom aS því, er tímar liðu fram, aS þeir gleymdu sínu svenska þjóSerni, gengu í biskupa-kirkjuna ensku, og hurfu þess vegna úr sögu lútersku kirkjunnar. ÁSur en þessi svensk-lúterska starfsemi var með öllu liS- in undir lok, voru aSrir lúterskir straumar farnir aS renna inn til þessa meginlands. Hin upprunalega, og um leiS stærsta, lúterska þjóS heimsins var farin aS senda syni sína og dætur hingaS yfir um. Ekki er hægt meS neinni vissu aS staShæfa hvenær hinn fyrsti lúterski þjóSverji stéfæti á land í Ameríku; en víst er þaS, aS ekki átti sér staS neinn verulegur innflutn- ingur þeirra fyrr en áriS 1683; og ekki var nein veruleg kirkju- leg starfsemi meSal þeirra fyrr en í byrjun átjándu aldarinnar. Um þau aldamót var all-mikill innflutningur hingaS frá þýzka- landi, og hefir hann haldist fram á þennan dag. Mikill fjöldi þjóSverja er búsettur víSsvegar um öll Bandaríkin. Hafa þeir á þessari öld sezt aS í stórum hópum í Ohio, Illinois, Wiscon- sin, Iowa, Missouri, og víSar í miS- og vestur-hluta Banda- ríkjanna og Canada. En allir hinir elztu þýzkir innflytjend- ur tóku sér bólfestu í austurhluta Bandaríkjanna, einkum í Pennsylvaníu. þar mynduðu þeir stórar nýlendur, og þann dag í dag byggja afkomendur þeirra hinar sömu sveitir og eru því sem næst eins þýzkir eins og forfeSur þeirra voru fyrir 150 árum síðan. Jafnvel í stórborginni Philadelphia, í Pennsyl- vaníu, er einn hinn elzti þýzk-lúterski söfnuSur í landinu enn algjörlega þýzkur,—þetta, jafnvel mitt í einni af hringiðum hins enska heims. þrátt fyrir alt þetta er þó auðvitaS mikill hluti afkomenda hinna upprunalegu þýzku landnema orSin nú ein- göngu enskumælandi og algjörlega ameríkanskur. Fyrsti lúterski söfnuðurinn meSal þjóðflokks þessa var stofnaður um byrjun átjándu aldarinnar. Fyrsti prestur þeirra var vígður, af svensku prestunum í Delaware, áriS 1703.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.