Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1899, Page 3

Sameiningin - 01.10.1899, Page 3
Hún nefnist greifafrú Adeline Schimmelmann. Faöir hennar var auöugur danskur greifi, og hún fæddist í kastala einum í Schleswig-Holstein, sem þá tilheyrði Dan- mörku, en ólst upp aö miklu leyti í Hamborg á þýzkalandi. Móöir hennar var pýzk. pegar hún var ung stúlka varö hún hirömey við keisara- hirðina í Berlín. ])ar varð hún fljótt mikið uppáhald keisar- ans og keisara-frúarinnar. Hún hafði líka margt til aö bera, sem gjörði hana skemtilega og aðlaðandi. Hún var gáfuð, vel mentuð, glaðlynd, siðprúð og brjóstgóð. þar að auki var hún forkunnar fögur og lagði mikla alúð við það að klæða sig sem fegurst. Friðrik keisari, faðir núverandi keisara þýzka- lands, gjörði hana einu sinni kunnnga öðrum konungi, og sagði hana vera ,,hina yndislegustu ungfrú á þýzkalandi og þó lengra væri leitað“. Hún var ein með skrautbúnustu hirðmeyjum í nokkurri höll í Norðurálfunni. þó var langt frá því, að hún væri gefin eingöngu fyrir glys og gjálífi heimsins. Hún var mjög vel að sér í kristnum fræðum, og þar að auki strang-lútersk. þegar keisara-frúin bauð henni að vera til altaris með sér—og það var stórkost- legt vináttumerki og álitinn mikill heiður—neitaði hún boð- inu, af því það var í kirkju þar sem bæði lúterskir og reform- eraðir höfðu guðsþjónustur sameiginlega. Hún vildi ekki undir neinum kringumstæðum ganga til altaris þar sem ekki var kent rétt um sakramentið eftir lútersku trúarjátningunum. Svona var hún trú því, sem henni hafði verið kent, og svona hélt hún vel fram því, sem hún áleit rétt. Allir álitu hina ungu greifadóttur fyrirmynd að öllu leyti. þegar árin liðu, fór hún samt að finna til sívaxandi tóm- leika. Henni fanst trú sín ekki vera fullnægjandi, ekki veita sér fullkomna hugsvölun. þó hún rækti allar skyldur, sem kirkjan krafðist af henni hið ytra, var samt hjarta hennar sár-óánægt. þetta gjörðist um það leyti sem faðir hennar dó. Hún harmaði hann mjög, og fór út af því að hugsa með enn meiri alvöru um andlega hluti,en hún hafði nokkurn tíma gjört áður. Hún reyndi til þess að rækja skyldur sínar enn betur en áður, en alt kom fyrir ekkert. Hún reyndi til að

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.