Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1899, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.10.1899, Blaðsíða 4
iðrast; en hún gat ekki veriö að ljúga upp á sig syndum; hún gat ekki fundið.að hún væri neitt sérlega sek. Henni að eins þótti jyrir því, að geta ekki látið sér þykja fyrir útaf syndum sínum. En hún hafði engan frið. Hún fór að lesa guðs orð betur, og svo kom ljósið smátt og smátt. Hún fór að skilja betur en hún hafði nokkurn tíma áður haft hugmynd um, að farsæld vor, andleg og eilíf, er ekki innifallin í og ekki bygð á því sem vér í miklum ófullkomlegleik erum að gjöra, heldur því sem guð af eilífum kærleik og á fullkominn hátt hefir gjört fyrir oss. Hún fór líka að sjá, að það er ekki nóg að trúa játningum kirkjunnar, heldur verður trúin að vera lifandi og kærleiksríkt samband við guð. ,, Sá, sem ekki elskar guð, þekkir ekki guð, því guð er kærleikurinn“. Hún fann,að hún hafði aldrei elskað guð. Nú sá hún alt í nýju Ijósi. Hún byrjaði nýja stefnu, nýtt líf. Hjartað var orðið snortið af hinum eilífa kærleika. Hún breytti alls ekki um trúarskoðun. Hún hélt áfram að vera lútersk. í ræðunni, sem hún hélt í prestaskólanum í Chicago, lagði hún mikla áherzlu á hinn lúterska skilning á kvöldmáltíðinni. En það, sem áður var dauður bókstafur, varð nú að lifandi anda fyrir hana. Hinu nýja ljósi fylgdi óslökkvandi þrá að sýna trú sína af verkunum. Hún gjörði sér ekki háar hugmyndir um köll- un sína, og hugsaði ekki um stórt verksvið. Hana langaði til að koma á fót sunnudagsskóla fyrir fátæk börn og kannske draga upp myndir, til þess að gjöra sumt í biblíunni þeim skiljanlegra. þetta.gjörði hún; en svo leiddist hún frá einu til annars, þangað til hún var komin norður að Eystrasalti og farin að starfa meðal fiskimannanna þar. Hið andlega ástand þeirra var mjög bágt. Guðræknin var lítil eða engin, en drykkjuskapur og svall mjög alment. Hið efnalega ástand þeirra var einnig mjög vont. Hún byrjaði með því að gefa þeim að borða, en sá fljótt að hér þurfti meira en brauð fyrir líkamann; það þurfti guðs orð fyrir sálina; en hvernig átti hún að fara að? Hún var kona, og mátti því ekki tala opinber- lega. Hún tók það þá til bragðs að byggja sér hús; enginn gat bannað að tala í sínu eigin húsi. I þessu húsi útbýtti hún fæðu fyrir sál og líkama þessara fiskimanna. þeir fundu það

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.