Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1899, Page 9

Sameiningin - 01.10.1899, Page 9
121 tíö drengsins, og móðirin beyg'ði sig ofan að honum, hrósaði honum og kysti hann. I samanburði viö snildarverk lista- mannanna voru auövitað þessi óvönduöu mynda-uppköst laus viö allan yndisleik, en þau voru fögur, á sínum tíma, sem fyrsta tilraun drengsins. þessi sami sannleikur á við allar einlægar tilraunir vorar í aö læra aö lifa rétt. f)ó viö fetum mjög ófullkomlega í fót- spor Krists, þó vér hrösum viö hvert fótmál og getum aö mjög litlu leyti náö þeim skilyröum, sem útheimtast til aö vera sannir lærisveinar, þá samt, ef vér gjörum vort ýtrasta og keppum stööugt eftir því sem er háleitt og gott, þá eru til- raunir vorar fagrar og vel þóknanlegar fyrir augliti drottins. Vanalega er það álitiö óheiðarlegt að bíða ósigur. Og stundum er þaö svo; þaö er óheiöarlegt þegar það stafar af áhugaleysi eða þrekleysi. Vér eigum aö ala sjálfa oss upp til þess að veröa sigurvegarar. En ef vér neytum allrar orku vorrar, og veröum þó samt sem áður undir í baráttunni, þá er engin óviröing í því. það er tvöfalt stríð er sá maður stend- ur uppi í, sem einnig hefir að berjast viö óblíð lífskjör eöa erf- iöar kringumstæður, og vel getur svo farið, aö hann sigri íöðru en falli í hinu. Of oft ber það við,að maðurinn sigrar í hinni jarðnesku baráttu með því aö leggja í sölurnar sannleika og réttlæti, og er það vissulega sigur sem er óheiðarlegur í augsýn drottins. Falli maöurinn þar á móti í baráttunni við öröugar kringumstæöur, en haldi samt sjálfum sér hreinum og flekklausum, þá er hann sann-nefndur sigurvegari, og þaö er gleði yfir honum á himnum. Ósigurinn, sem vér svo oft bíöum í lífinu, er nokkurs konar skóli, sem vér eigum að alast upp í. I hvaða verki sem er, þá lærir maöur einmitt á yfirsjónum sínum. ,,Busi- ness“-maöurinn, sem alt hefir hepnast svo vel fyrir, byrjaði ekki með eintómri hepni. Hann læröi af reynslunni, og reynslan var honum oft dýr. Hin sanna lífsfræði er ekki fólgin í því, að láta sér aldrei verða neitt á, heldur í því aö endurtaka ekki ávirðinguna. Vér þurfum því ekki að fyrir- verða oss fyrir þann ósigur, sem vér kunnum að bíða, ef vér af alefli höfum ástundað að gjöra vel, heldur megum vér

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.