Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1899, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.10.1899, Blaðsíða 11
123 en í því sem vér í heimsku vorri stærum oss af. Drottinn lítur ekki á eins og mennirnir líta á. Ágrip af sögu ,,General Councils“. (Framh.). þaö er örðugt að segja, hvenær lúterska kirkjan í Ame- ríku byrjaði að styrkja með fjárframlögum trúboð meðal heið- ingja. pað var um byrjun nítjándu aldarinnar, að prótest- antisku kij kjudeildirnar fóru fyrir alvöru að vakna til meðvit- undar um nauðsyn heiðingja-trúboðsins, og það var að minsta kosti snemma á öldinni, að lúterskir menn í Ameríku fóru að taka þátt í þeirri starfsemi með fjárstyrk. í fyrstu sendu þeir gjafir sínar annað hvort til trúboðsfélaga á þýzkalandi, eða til félags sem samanstóð af meðlimum úr ýmsum kirkj udeildum í Bandaríkjunum. Árið 1836 stofnuðu nokkrir prestar í Pennsylvania-sýnód- unni félag til þess að starfa að trúboði. Var hugmyndin fyrst sú, að styrkja trúboð meðal fólks í hinum vestlægu nýlendum, sem þá voru að myndast í Bandaríkjunum, og einnig að styrkja að einhverju leyti þýzkan heiðingja-trúboða, sem þá var að byrja trúboð á Indlandi. En svo kom að því, að fé- lagið vildi byrja á sínu eigin trúboði. það, eða öllu heldur Pennsylvania-sýnódan sjálf, sendi út sinn fyrsta trúboða árið 1842. Hann hét C. F. Heyer, og var um leið hinn fyrsti trú- boði meðal heiðingja, sem lúterska kirkjan í Ameríku eignað- ist. Hann sigldi til Indlands.og hóf starf sitt í bænum Gunt- ur, í suðausturhluta Indlands, hér um bil 225 mílur í norður frá Madras, meðal þjóðflokks þess er kallast Telugúar. Hann var, er hann kom til Indlands, eins og vér Islendingar þegar vér komum til Ameríku, mállaus og öllu ókunnugur. Eng- inn kristniboði var þar nokkursstaðar nálægt, sem gæti með nokkru móti leiðbeint honum. Enski tollheimtumaðurinn þar í bænum skaut skjólshúsi yfir hann og liðsinti honum fyrst framan af. Nokkru seinna fjölguðu starfsmenn á þessu svæði, og hafði starf Heyers yfir höfuð góðan árangur. Eftir margra ára dygga þjónustu hvarf hann aftur vegna heilsu-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.