Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.10.1899, Side 14

Sameiningin - 01.10.1899, Side 14
12 6 ef til viíl þaö sem aörir vilja, en samt að gjöra eitthvaö. jjegar barnið vex upp, eykst stöðugt starfsþráin í réttu hlut- falli við hina auknu lífskrafta. Hreyfing er líf; hreyfingar- leysi er daufii. Jafnvel þegar líkaminn er þjáður og getur ekki hreyft sig, er hugurinn á flugi út um heiminn og geiminn. Unga fólkið sérstaklega hefir þessa starfsþrá í yfirfljótan- legum mæli. Fjörið er svo mikið, lífsaflið svo sterkt. jjað er eins og á iði. Fjörið sýður og vill sjóða upp úr. það er eins og sumt af því geti aldrei haft frið. Ef nú hægt væri að höndla þetta óstýriláta afl, ef maður gæti höndlað það eins og rafmagnið, sett því skorður og látið það vinna eitthvað þarft, eða látið það eðlilega renná í þá átt, sem það gæti orðið að gagni, væri spursmálið um það, hvað maður getur gjört fyrir unga fólkið, algjörlega leyst. En það er einmitt áþessuskeiði mannsæfinnar,sem það er líklega lang-örðugast að ákveða hæfilegt verk. Meðan barnið er lítið, nnir það sér við barm móður sinnar; þegar það verður dálítið stærra, unir það sér við leggina sína, skeljarnar, brúð- urnar, eða saklausa leiki heima við; en þegar það er orðið enn stærra, þegar það er að verða ung kona eða ungur maður, kastar það öllum gömlu leikföngunum, brýtur af sér gömlu böndin, sem héidu því viö saklausa leiki á heimilinu, og brýzt út í heiminn. tífram til að berjast við lífið! í fyrstu veit ungmennið ekkert hvað það er að fara. J)að er að eins ein- hver ósjálfráð þrá, sem hrindir því áfram, og það gáir vanalega ekki að sér fyr en það rekur sig á. J)að er auðvitað mikill hluti unga fólksins, sem ekki er neitt örðugt að ákveða verksvið; en það er til annar hluti þess, sá einmitt, sem mest þyrfti þess við að honum væri bent í rétta átt, sem örðugast er að gefa nokkurt verkefni. Hvers vegna er það örðugt? Hvers vegna sækir unga fólkið margt ekki fundi vora? Ekki af því það sé iðjulaust og vilji vera iðjulaust, heldur einmitt af því það er annað að gjöra. En hvers vegna er það annað að gjöra ? Annað hvort af því, að það má til að vinna eitthvað annað, og út á það hefir maður ekkert að setja, eða það hefir ekki smekk fyrir

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.