Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1899, Page 9

Sameiningin - 01.12.1899, Page 9
153 finnst mér, fulltrúi fyrir svo margt meöal vor íslendinganna enn í dag. — Missíónarferð um líýja-island. Eftir séra Rúnólf Marteinsson. Miövikudaginn 25. Okt. lagöi eg á stað frá Winnipeg á- leiöis til Selkirk. ])aöan fór eg daginn eftir meö gufubátnum ,,Rocket“ áleiðis til Hnausa í Breiðuvík í Nýja íslandi, og kom eg þangaö daginn eftir (föstud.) laust fyrir hádegi. Fór eg þegar heim til Björns Skaftasonar, sem býr þar skammt frá verzlunarbúð Sigurðssona við Hnausapósthús. Að skömm- um tíma liðnum fylgdi hann mér heim til foreldra minna, sem búa þar nálægt tveim mílum fyrir noiðan. Sunnudaginn næsta gat eg hvergi haft guðsþjónustu; en undir eins upp úr þeirri helgi fór eg norðr í ísafoldarbyggð, sem liggr norðr með Winnipeg-vatni frá Islendingafljóti. Bjarni Marteinsson, bróðir minn, fylgdi mér á báti þangað norðr frá Lundi við ís- lendingafljót. Komum við fyrst til Pétrs Bjarnasonar, sem er póstafgreiðslumaður á ísafoldarpósthúsi; þaðan fórum við norðr til Jóns Jónssonar, er býr nyrzt af Islendingum á því svæði. Guðsþjónustu hafði eg í þessari byggð hjá Birni Bjarnarsyni í Bjarnarstaðahlíð, miðvikudaginn í sömu vik- unni. því miðr gátu fáir sótt þessa guðsþjónustu, en þar var ástœða fyrir. Rétt áðr kom vatnsflóð mikið í byggðinni, og nóttina áðr kom talsvert frost, svo illt var að komast á báti og nær ómögulegt að komast landveg sumsstaðar vegna flóð- anna. í nafni þeirra, sem sóttu guðsþjónustuna, bar Pétr Bjarnason fram þakklæti til kirkjufélagsins fyrir þá velvild, sem það sýndi með því að senda þeim mann í slíkum tilgangi. ])að, sem eftir var vikunnar, var eg að heimsœkja þá, sem eg gat, af bœndum í Breiðuvíkinni. A laugardaginn jarðsetti eg í grafreit Breiðuvíkr konu Jóns Frímanns Kristj- ánssonar á Akravöllum. Hún hafði lengi þjázt af tæring og skildi nú eftir sig mann og mörg börn, er hörmuðu sárt við þenna mikla missi sinn,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.