Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1899, Page 12

Sameiningin - 01.12.1899, Page 12
156 heföi þó getaö veriö miklu stærri. Aö landiö er gott í augum annarra sést af því, aö aðrir þjóðflokkar eru nú að flykkjast þangaö í stórum hópum, svo að nú er mér sagt, að varla sé eitt einasta ótekið land í allri Víðinesbyggöinni. Og ef land- lausir Islendingar víðsvegar ekki vakna til meðvitundar um, hverju er fram að fara, lítr helzt út fyrir, að bráðum verði allt ónumið land í Nýja ísland farið. Kristindómrinn þarf að glœðast í Nýja íslandi eins og víðar meðal vors fólks. Eg bið guð vonarinnar, að veita mönnum kraft vonarinnar til að starfa að þeim málum í anda Jesú Krists og hans blessaða náðarnafni. Önimr missíónarferð. Eftir séra Jón J. Clemens. Hinn 26. Sept. lagði eg á stað í missíónarferð, og var eg í burt að heiman tæpar þrjár vikur. í þessari ferð heimsótti eg landa mína í þingvallanýlendu, Lögbergsnýl., Vatnsdalsnýl., Laufássbyggð og í Brandon. Eg flutti níu messur og skírði þrjú börn. Eg kom til Churchbridge, Assa., sem er 321 mflu frá Baldr, með járnbraut að kvöldi 27. Sept. Fyrir norðan Churchbridge 4—10 mílur liggja Lögbergs og þingvallanýlend- urnar. í þeim byggðum búa 30 ísl. fjölskyldur (177 sálir). Stunda landar þar nærri eingöngu kvikfjárrœkt, og láta þeir vel af líðan sinni. Söfnuðinum í þingvallanýlendu tilheyra 25 fjölskyldur (158 sálir). í báðum byggðunum flutti eg fjórar messur, og voru þær sóttar af öllum byggðarbúum. Til altaris tók eg 40 manns og skírði eitt barn. Séra Oddr V. Gíslason hafði tek- ið fólk til altaris í vor; því voru ekki fleiritil altaris í þetta sinn. Sunnudagsskóla hefir verið haldið uppi í byggðinni í sum- ar. Hefir Björn skólakennari Sigvaldason staðið fyrir honum. Skólinn hefir verið vel sóttr. Kennslan hefir farið fram á íslenzku og ensku. Safnaðarfundr var haldinn í félagshúsinu síðasta daginn,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.