Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1899, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.12.1899, Blaðsíða 15
»59 menning, kristniboö og þjóöinenning, kristindómr og breyti- þróunarkenningin, aftrverkandi áhrif kristniboðsstarfsins í heiðingjalöndunum, aftrhvarfs-nauðsynin, kristileg trúarvissa, trúarlegr eldmóðr, kristilegt líferni, guðsdýrkan í anda og sannleika, kristniboðsstarfsemi nútíðarinnar (meðal heiðingja og Gyðinga). í samanburði við guðfrœðinga tóku merkilega margir þátt í fundarhaldinu og umrœðunum, sem ekki höfðu lagt stund á guðfrœði. Félagsskapr sá, sem stendr á bak við þessa kristilegu stúdenta-fundi, hefir mjög mikla og blessunarríka þýðing fyrir kirkju og kristindóm. Almenningr fær hér meðal annars á- þreifanlega sönnun fyrir því, að œðri menntan og lærdómr þurfi ekki endilega að útrýma trúnni á hinn guðlega boðskap heilagrar ritningar, heldr geti þetta tvennt mjög vel samein- azt. Og almenningr sér enn meira en það. Líka það, að kristindómrinn er einmitt nú óðum að verða ofan á í mennta- lífi þjóðanna. Væntanlega verða fleiri Islendingar á næsta almenna stúdentafundinum, sem haldinn verðr á Norðrlöndum, því á þessum fundi voru út af rœðu, sem séra Jón Helgason hélt þar, hafin fjársamskot nokkur, á 6. hundrað krónur, upp í ferðakostnað fátœkra íslenzkra stúdenta, sem framvegis vildi sœkja þessi fundahöld. -------^OOO-í--------- í Nóvember-blaðinu af ,,Verði ljós!“ er sálmr eftir séra Mattías Jokkumsson með fyrirsögninni: Œffsta boðorSiSí lög- málinu. En í aðalefninu er þessi sálmr áðr kominn í sálma- bókinni — nr. 18—, að eins þar styttri og áhrifameiri. Fyrsta og síðasta vers sálmsins eins og hann birtist í blaðinu vantar í sálmabókinni. En aftr vantar í blaðinu annað vers hans eins og hann stendr í sálmabókinni. Og það vers er vafalaust ein- hver ágætasti partr sálmsins, — þetta vers : ,,Og aldrei skilr önd mín betr, að ertu guð cg faðir minn, en þegar eftir villuvetr mig vermir aftr faðmr þinn

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.