Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1900, Page 2

Sameiningin - 01.02.1900, Page 2
i78 4. Ekki eg þekkti minn grœSarann góSa, grátinn er stundi’ eg og sekt mína fann; aldregi lét hann af lækning aS bjóSa, líknarvon enga þó setti’ eg á hann. Sorgin og eymdin og syndin mig blekkti, sjálfan minn grœSarann ekki eg þekkti. 5. Nú fyrst eg þekki minn lausnarann ljúfa, loksins eg fengiS hef bjargtrausta von. Sýndi mér andans hin saklausa dúfa saklausa lambiS, guSs ástfólgna son. Vona’ eg, aS framar mig falsmál ei blekki fyrst eg minn einasta lausnara þekki. Dwifíht Lyman Moody, hinn heimsfrægi prédikari, andaSist 22. Desember á heimili sínu í bœnum Northfield í Massachusetts innan Bandaríkj- anna. Hann var fœddr í fátœklegum kofa í nánd viS þann bœ 5. Febr. 1837. þegar hann var á fjórSa árinu, missti hann föSur sinn, og tveim árum seinna kom móSir hans hon- um fyrir hjá bónda einum þar í nágrenninu til þess aS reka kýr. VinnudrengsstöSu þeirri var hann í þangaS til hann, 17 ára gamall, réSst í skóbúS hjá móSurbróSur sínum í stórbœn- um Boston. Til mennta var hann ekki settr í œsku aS öSru leyti en því, aS hann gekk um hríS á alþýSuskóla sveitarinn- ar, þar sem hann ólst upp. Og þann tíma, sem hann dvaldi í Boston. gekk hann líka stöSugt á sunnudagsskóla. þótti hann á þeim aldri fremr daufgjörSr aS gáfum til. Undir haust áriS 1856 fór hann frá Boston vestr í land og settist aS í Chicago. Um sama leyti vaknaöi hann verulega til krist- innar trúar og meSvitundar um þaS, aS hann væri af drottni kallaSr til ákveSinnar starfsemi fyrir guSs ríki. Hann vann þó enn um hríS aS sömu handiSn eins og áör — f skóbúS, en bauS sig jafnframt fram sem sunnudagsskóla- kennara þar sem líklegast þótti. BoS hans var þegiS meS því skilyrSi, aS hanii myndaSi sjálfr bekk í sunnudagsskólanum.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.