Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1900, Page 3

Sameiningin - 01.02.1900, Page 3
179 þetta tókst honum prýðilega. Hann safnaöi nndir eins 18 berfœttum götudrengjum saman og tók aS kenna ]?eim í bekk út af fyrir sig. Og brátt fjölgaði hópr lærisveina hans svo, aö hann komst ekki fyrir með hann á hinum upphaflega stað. Leigði hann sér þá drykkjuskála einn, sem stóð auðr, og kenndi þar. Seinna fékk hann rúmbetra húsnæði, en ekki öllu virðulegra. það var danssalr nokkur, þar sem fólk lék sér,einkum á laugardagskvöldum,langt fram á nótt. Og varð hann þá sjálfr með eigin höndum að sópa þar og hreinsa til eftir að dansfólkið loksins var farið burt. Ekki leið J?ó mjög langr tími áðr en hann fékk göfugra húsnæði fyrir sunnudags- skólann sinn. Auðmaðr einn í Chicago lét reisa stórhýsi eitt—Farwell Hall, sem Moody var eftir látið til hins mikils- verða kristindómsstarfs. Skömmu síðar hófst borgarastríðið mikla í Bandaríkjunum, og tók Moody þá að prédika á ýms- um stöðum fyrir hermönnum. Var ]?á almennt farið að taka eftir honum sem rœðumanni. Eftir ófriðinn starfaði hann í Chicago á sama hátt og áör. Stórhýsið, sem hann áðr hafði notað, var að vísu brunnið, en brátt safnaðist fé til endrreisn- ar ]?ví, svo hann gat haldið verki sínu áfram í stœrra og stœrra stýl. Skömmu eftir hinn mikla bruna Chicago-bœjar árið 1871 hófust hinar frægu ferðir hans til trúarlegrar uppvakningar víðsvegar um land, er síðan héldu áfram öðru hverju öll árin, sem eftir vorn af æfi hans. Og varð söngmaðrinn Ira D. Sankey, sem honum var svo einkar líkr að allri andastefnu, félagi hans og samverkamaðr á þessum uppvakningarferðum. Moody hefir—eftir því, sem sagt er-—prédikað í nálega hverj- um einasta bœ f Bandaríkjunum, er nokkuð kveðr að. Og allsstaðar hefir fólk streymt til hans í feykilega stórum hóp- um. Frá 1873 til 1875 dvaldi hann í Bretlandi og prédikaði á þeim tíma í London, Edinborg, Glasgow, og öðrum stór- borgum. Nokkrum árum fyrr hafði hann verið þar og komið þar opinberlega fram. Og þá fannst Breturn svo mikið til um hina kristilegu talsgáfu hans, að sterklega var á hann skorað að koma aftr til þess að vitna fyrir almenningi um Jesúm Krist. Aðrir eins menn og Gladgtone og Henry

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.