Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1900, Qupperneq 4

Sameiningin - 01.02.1900, Qupperneq 4
i8o Drummond settust við fœtr hins ólærða alþýðuprédikara. Bretland og Ameríka laut honum jafnt, eins og þeim manni, er umfram alla aðra hans samtíðarmanna hefði af guði verið kjörinn til þess að tala máli kristinnar trúar og breiða út ríki hans. Moody hefir vafalaust haft fleiri tilheyrendr en nokkur annar kristinn kennimaðr á þessari öld. Dr. Trumbull, ritstjóri blaðsins Sunday School Times, sem var Moody persónulega nákunnugr, segir frá því í blaði sínu, hvernig þessi ameríkanski gestr náði haldi á . hjörtum Englendinga, þegar hann í fyrsta skifti kom fram opinberlega á kristilegri samkomu einni mikilli í London. Moody hafði verið boðið að tala þar. Nú er það regla í því mannfélagi — eftir því, sem Trumbull segir—, að þegar gestr á að tala á slíkum mannfundi, þá verðr hann til þess að geta fengið orðið að bera fram eða styðja tillögu eina ákveðna. þetta er að eins form, en það form er heimtað ; eða það er gengið út frá því eins og nokkru sjálfsögðu. Samkvæmt forminu var þá í þetta skifti ætlazt til, að Moody bæri fram tillögu um það, að manninum, sem stýrði samkomunni, skyldi þakkað ; en fund- arstjórinn var hinn stór-frægi höfðingi, Shaftesbury jarl. þegar líðr á kvöldið og tími þykir til þess kominn, að Moody fái orðið, víkr jarlinn úr forsetasæti og lætr varaforseta taka við fundarstjórn til þess að hin fyrirskipaða tillaga geti nú komizt að. Varforseti lýsir þá yfir því, að þeir segi ,,frænda þeirra úr Ameríku, séra Moody frá Chicago“, með ánœgju velkominn, og muni hann nú bera fram tillögu um þakklæti til handa hinum göfuga herra, jarlinum, sem hér hafi haft forsetastarf á hendi. Moody stóð undir eins upp og tók til máls. ,,Fundarstjóranum hefir tvívegis skjátlazt í þessum inngangsorðum sínum“—segir hann. ,,Eg er fyrst og fremst alls ekki neinn séra Moody. Eg er blátt áfram Dwight L. Moody, sem er að eiga við sunnudagsskóla-starf. Og í annan stað er eg ekki frcendi yðar frá Ameríku. Eg er fyrir guðs náð bróSir yðar, sem eins og þér hefi hjartanlegan áhuga á verki föður vors fyrir börnin hans.—Og að því, er snertir til- löguna um þakklæti til handa hinum göfuga herra, jarlinum, fyrir það, að hann stýrir samkomu þessari, þá fæ eg ekki séð,

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.