Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1900, Side 7

Sameiningin - 01.02.1900, Side 7
i83 prestar sœkja. Auk þess frétti eg, aö enginn atburör eöa starf í prestakalli þessa Skagfiröings heimtaði þennan hraða. Og þó var hann einn hinna yngri presta, maðr, sem skapa skyldi andlegan áhuga hjá heilum mannhópi — og helzt þjóð- félagi. Hvaö skyldi vera hugsað um slíkt ,,áframhald“ meöal kristinna manna í útlöndum, ef prestrinn fengist ekki til aö taka beizlið út úr hesti sínum, ]?egar þannig stendr á, —auk þá heldr til þess að opna eyru eða munn um andleg mál, sem eiga að vera sameiginleg áhugamál, hin einu kappsmál kenni- mannsins, og það í kirkju, á samfundi brœðranna sjálfra ? — Einir tveir menn, utan prestanna, komu á fund. Og mér fannst það vera spursmál í hugum sumra, hvort þeir ætti þar að vera. Eins og það sé ekki einmitt þakklætisvert og eitt hlutverk prestanna að vekja þann áhuga hjá fólkinu, sem hlýtr að senda það á stað á slíka fundi. Kristindómsmálin eru engin leyndarmál, ekkert, sem setja á undir mæliker. Og prestarnir þurfa að þrá það, ekki að eins að tala saman sjálfir um þau, heldr að fá fólk sitt til að hlusta á og taka þátt í fundahöldum á síðan. Vitaskuld eru til og tíðkaðir fundir fyrir presta einungis, en þá eru umtalsefnin öðruvísi valin. Hér voru fundarmálin alveg öll almenns eðlis. — Pró- fastrinn var víst sá maðrinn, sem kom fundinum á. Enda get eg ekki látið hjá líða aö segja það hér, að eg vildi óska íslenzku kirkjunni, að margir leiðtogar hennar væri honum líkir að áhuga og ýmsu öðru, sem prýðir hann í mínum aug- um að minnsta kosti. —Maðr finnr það, að þar er alveg lát- laus maðr, er gefa vill daglega guði hjarta sitt, maðr með mjög heilbrigðum skilningi á kristindómsboðskapnum og eftir því, sem gjörist úti á Islandi, með óvenjulega Ijósri þekking á því, sem þar er að andlega enda er hann einn af þeim fáu—og er það meira—, sem enga tilraun gjörir til að afsaka sig né sína stétt frá þeim ábyrgðarhluta, er kennimennirnir bera í sam- bandi við hin andlegu harðindi föðurlandsins.—Séra Hjör- leifr er ,,með“ í öllum andlegum umbótahreyfingum meðal Islendinga, og Vestr-íslendingar hafa aldrei goldið þess hjá honum, að þeir eru fluttir úr sínum fœðingarhrepp, —ef þeir annars eru Islendingar og kristnir vinir kirkju sinnar og þjóð-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.