Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1900, Síða 8

Sameiningin - 01.02.1900, Síða 8
184 ar. — þess vegna er hann einnig heitr bindindismaör, þó sú hreyfing eigi örSugt uppdráttar í prófastsdœmi hans og telji aö eins einn prest, auk hans, sem er ákveðinn andstœöingr vínnautnarinnar. —þaö er enn ekki orðið ,,fínt“ sumsstaðar í norðrlandi meðal heldra fólksins að vera í vínbindindi, þótt þess sé fullkomin þörf. Vitanlega geta nú sumir tekið undir með einum merkum presti á íslandi, er samkvæmt opinberri fundarskýrslu á að hafa lýst yfir því, ,,að hann hafi ávallt verið vinr hófdrykkju og bindindis. “—Og þetta á að hafa verið sagt á prestafundi. Eg er hálf-hræddr um, að þó að sumir, að minnsta kosti bindindismenn, eigi ef til vill örðugt með að skilja þessa bind- indis-afstöðu prestsins (því um bindindi var að rœða), þá sé þetta hið sanna og hversdagslega um afstöðu margra fleiri merkra manna í því máli. þótt fleira sé að varast en vín, á Islandi sem annarsstaðar, og þótt baráttan gegn böli of- drykkjunnar þar hafi á stundum orðið öfgafull, þá er afstaða meiri hluta prestanna öfganna mest og óeðlilegust af öllu í starfseminni með og móti hinu mikla meini landsmanna, — sem er íbúum íslands, háum og lágum, lakari plága en bráða- fár og fjárkláði er sauðpeningi landsins, Prestrinn verðr ávallt að hugsa : ,, Ekkert mannlegt er mér óviðkomanda, “ og með meistaranum leggja sitt líf fram fyrir sauðina, týna því, svo hann ávinni sér það. Séra Hjörleifr vann og talaði af miklum áhuga á Blöndu- ós-fundinum. það leyndi sér ekki, að hann tekr sér margt nærri í nútíðar-kirkjulífi lands vors. Og það gjöra vafalaust margir fieiri en hann. Messuföllin eru raunalega mörg. En þó er einna lakast, að við hinar opinberu guðsþjónustur, eins fáar og þær víða eru, eru oft og jafnvel ætíð, nema á hátíðum, sárfáir menn, — ef til vill færri einstaklingar, sem hlýða þar á sumum stöðum messu allt árið en hér hlýða einni eða tveimr guðsþjónustum í prestslausum byggðum. Einn ungr og áhugamikill prestr, séra Asmundr Gíslason, hreyfði á fundinum við atriði, sem allir íslendingar hefði gott af að legðist ekki í þagnargildi: ósiðum við greftranir, eink- um víndrykkju. Hann hafði verið þar við staddr, sem eftir

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.