Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1900, Page 11

Sameiningin - 01.02.1900, Page 11
\%7 þeim aö minasta kosti í þetta skifti útbýtt prentuöum á meöal þingmanna, svo þeim gafst tœkifœri að kynnast þeim áðr en samþykkta var leitað. Eg get um þetta, vegna þess aö það gæti komið sér vel, ef standandi nefndir í voru kirkjufé- lagi sæi við eiga, að fœra sér eitthvað af því í nyt. Helztu stórmál G. C.s á þinginu voru þessi: heima- og heiðingja-trúboð, sunnudagsskóla- og mennta-mál, og líknar- starfsemin; enda er framtíð kirkjunnar undir þvf komin, hvernig málum er sinnt og þau rekin. Lýsti sér ekki að eins mikill áhugi fyrir þessum málum hjá G. (T.-mönnum, heldr lfka það, að þeir hafa komið á miklum framkvæmdum í þeim og leggja mikið í sölurnar fyrir þau. Að því, er til heima-trúboðsins og sunnudagsskólamálsins kemr, er þýöing þeirra mála fyrir kirkjn vora einlægt að verða kirkjufólki voru ljósari. En vitanlega sefr væran hjá oss yfirleitt skyldutilfinningin íyrir heiðingja-trúboðinu og líknar- starfseminni; og að því, er snertir menntamál vort eða ,,skóla- máliö“, þótt það í orði kveðnu sé vort stœrsta mál, þá virðist kirkjulega sjónin á því vera fremr óglögg og þar af leiðandi áhuginn fyrir því fremr bragðdaufr. En vonanda er, að þetta lagist hjá oss og oss fari smásaman fram með vaxandi kristi- legum og kirkjulegum áhuga og forsjálni. Rœður voru lluttar og fyrirlestrar um öll þessi stór-mál í sambandi við opinberar guðsþjónustur fjögur kvöldin bæði í kirkju dr. Roths, þar sem þingið stóð, og í öðrum kirkjum til- heyrandi söfnuðum G. C.s í bœnum. En sunnudagsmorgun- inn i. Okt. á undan hádegis-guðsþjónustunni var samskonar samkoma haldin með rœðum um sunnudagsskólamálið að eins í kirkju dr. Roths. Futtu rœður þrír í hvert skifti við allar þessar samkomur, er voru mjög uppbyggilegar og vekj- andi, enda var stofnað til þeirra í þeim tilgangi að auka áhug- ann á þeim bæði hjá þingmönnum og safnaðarfólki. Menn þeir, sem töluðu fyrir málunum, voru líka sérstaklega vel til þess fallnir sökum stöðu sinnar og starfa. T. d. fyrir menntamál- um töluðu þessir: dr. Theo. L. Seip, forstöðumaðr fyrir ,, Muhlenberg College ‘ ‘, latínuskóla Pennsylvaníu-sýnódunnar, dr. Theoph. B, Roth, forstöðumaðr fyrir ,,Thiel College“,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.