Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1900, Síða 13

Sameiningin - 01.02.1900, Síða 13
miklu meira um ísiendinga sagt í bók þessari en nokkurn annan lúterskan þjóSflokk. Séra FriSrik J. Bergmann hefir í sérstakri grein í bókinni sagt írá hinu lúterska kirkjufélagi Vestr-íslendinga. Og auk þess standa þar smágreinir eftir hann um eina tuttugu kennimenn og rithöfunda á ýmsum tímum í kirkjunni á íslandi. Og eftir ritstjóra ,,Sameining- arinnar ‘ ‘ er þar ritgjörö um kirkjusögu íslands frá því um siöaskiftin á 16. öldinni. Um hiö lúterska kirkjufélag Finnlendinga í Ameríku, Suomi-sýnóduna, er þar á móti að eins afar lítil smágrein, — einar níu línur, —nálega sama sem ekki neitt. })að kirkjufé- lag er þó öllu stœrra en vort og meðal annars þegar fyrir nokkru búið að koma sér upp menntastofnan í bœnum Han- kock í Michigan-ríki. Sumra stór-merkilegra kennimanna og guðfrceðinga í lútersku kirkjunni á Norðrlöndum er hvergi minnzt í bókinni. Monrad biskup í Danmörk er t. a. m. ekki nefndr. Ekki heldr aðrir eins aðalmenn nútíðarkirkj- unnar í Norvegi og prófessor Petersen við háskólann í Kristj- aníu eða Gustav Jensen, eitthvert allra bjartasta ljósið meðal norsku prestanna. Smávilla er í nafni séra Tómasar Sæmundssonar, sem auðvitað er prófarkalesaranum að kenna. Hann er kallaðr ,,Somundsson“, og sökum þessarar prentvillu er hætt við, að greinin um þennan merkilega íslending fari fram hjá þeirn, sem leita eftir nafni hans í bókinni. — Aðra smá-prentvillu í ritgjörðinni um lútersku kirkjuna á íslandi vildum vér líka leiðrétta. J»ar stendr fyrir framan nafn Pétrs biskups Pétrs- sonar : a noble divine, í staðinn fyrir : a noted divine. The Lutheran Cyclopedia er talsvert dýr. Verðið fyrir áskrifendr er 4 doll.s, en 5 doll. s fyrir aðra. Almanak hr. Ólafs S. þorgeirssonar fyrir þetta ár (190O) kemr með áframhald af landnámssöguþáttum Vestr-íslend- inga, sem byrjuðu í almanakinu fyrir síðastliðið ár. þeir þættir eru stór-mikils virði, þótt í stuttu máli sé. Kirkjumála er þar getið álíka mikið eins og annarra félagsmála, og hefip

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.