Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1900, Page 14

Sameiningin - 01.02.1900, Page 14
safn þetta því einnig kirkjulega þýðing. En í þessa árs alma- naki eru þessar smávillur, sem vér viljum leiörétta. A bls. 66 efst er nefnd ,,Missíóns-sýnóda“ og tekiö fram, aö séra Páll heitinn þorláksson hafi veriö talsmaör kenninga þess kirkjufélags. þetta er misprentan í staöinn fyrir ,, Missouri- sýnóda“. þar er og í sama þætti (á sömu bls.) sagt, aö séra Páll hafi verið hinn fyrsti prestr, sem vitjaði Isl. í Minnesota, nefnilega haustið 1879. En ef þetta ártal er rétt, þá hlýtr hitt að vera skakkt, því séra Jón Bjarnason heimsótti nýlendu þessa (norðan úr Nýja Isl.) haustið 1878 og vann þar ýmsprests- verk;—og aftr vorið 1880 (á leiðinni heim til Islands) eins og réttilega er um getið í söguþættinum. A bls. 34 efst er nefnt Andabon county í Iowa. það á víst að vera Audubon. A bls. 39 er þangbrandr, norski kristniboðinn á Islandi, kallaðr biskup, sem á að vera prestr.—Annars er almanakið mjög eigulegt rit. Og sérstaklega á útgefandinn miklar þakkir skilið fyrir landnámssögu-þættina. ------^OOOÍ—------- Við og við hefir ,,Sameiningin“ bent lesendum sínum á hið skrautbúna og fróðlega hálfsmánaðarrit The Illustrated Hornc Journal, er ,,Louis Lange Publishing Co. “ í St. Louis gefr út. Fimmti árgangr þess hófst með nýári síðasta. Og er það nú stœkkað, — hvert númer nú 20 bls. eða meira í stað 16 bls. áðr. En verðið helzt þó sama sem áðr var—$1.00. Lesmál blaðsins er ágætt, og þó að sumum þyki það sjálfsagt ókostr, hve harðlega það dœmir málstað Breta í ófriði þeirra við Búa, þá mælir það vissulega með blaðinu hjá öðrum. Hinn skozki prestr og rithöfundr, dr. John Watson (,,Ian Maclaren“), sem skáldsagan litla (,,Rœðan hennar móður hans“) er eftir í Aldamótum frá 1898, hefir nýsamið æfisögu Krists—,,The Life of the Master“. það verk er nú að koma út, prýtt einkar vönduðum myndum eftir Corwin Knapp Linson, í tímaritinu McClure’s Magazine (f New York). Dr. Watson varð stór-frægr fyrir ritsnilld eftir að út var komið hér um árið sögusafnið hans Beside the Bonnie Briar Bush.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.