Sameiningin - 01.06.1900, Síða 2
50
5. Sem barn eg óx í brosi kærleiks þíns,
en brátt eg reis í þverúð hjarta míns
og hóíst J?ér gegn, en þú ei breyttir þér.
O, þú, minn Jesús, bú þú æ hjá mér !
6. Eg þarfnast mjög þú sért í náð mér nær.
Hver nema þú við falli hlíft mér fær ?
Hver nema þú mér líf og leiðsól er ?
I logni’ og stormi, Jesús, bú hjá mér!
7. Með þig við hlið mig ekkert felmtrar fár,
þinn friðr skín mér gegn um hvert mitt tár.
Sjá, dauðans kyngi svelgt í sigr er !
Eg sigra, herra, búir þú hjá mér.
8. Er kvöldar hinnst, þú, Jesús mildi minn,
mér mitt í dauða skín með krossinn þinn !
Sjá, lýsir guðsól, leysast myrkr hér !
í lífi’ og dauða, herra, bú hjá mér !
Ágrip af sögu „General Couneils“.
Eftir séra Rúnólf Marteinsson.
(Niðrlag*).
Vér höfum áðr minnzt á tvö af stórmálum þeim, sem
General Conncil hefir fjallað um: heiðingja-missíónina á Ind-
landi og fagrt lúterskt guðsþjónustuform.
þar fyrir utan eru ýmsar stofnanir og fyrirtœki, sem ann-
aðhvort beinlínis hefir verið komið á fót af G. C. eða eru í
sambandi við félagið. Meðal þeirra má nefna innflytjanda-
heimili í New York, kvendjáknastofnanir og tvo prestaskóla,
annan í Philadelphia og hinn í Chicago. Félagið gefr nú út
eitt blað á ensku máli, er nefnist Thc Lutheran, og er víst
óhætt að segja, þegar á allt er litið, að það er hið bezta lút-
erska kirkjublað, sem birzt hefir á ensku tnáli í þessari heims-
'*') Sjá ,,Sam.“ XIV, 8.