Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.06.1900, Side 4

Sameiningin - 01.06.1900, Side 4
sunnudag. í fyrstu bókinni eru hinar einföldustu sögur úr biblíunni; í hinni annarri yfirgripsrneiri biblíusögur ; í hinni ]?riöju biblíu-landafrœöi ; í hinni fjóröu æfisögur hinna merk- ustu manna'í biblíunni ; í hinni fimmtu kenningar biblíunnar; í hinni sjöttu ýmislegt snertanda hina bókmenntalegu hlið biblíunnar. Meö þessu fyrirkomulagi er nemandinn leiddr eðlilega, um leið og hann er að eldast og þroskast, frá hinu auðvelda til hins örðugra, leiddr til þekkingar á ýmsum stig- um, sem hvert tekr eðlilega við af öðru. Allt þetta fyrir- komulag er samkvæmt mjög vel staðfestum kennslufrœðis- legum grundvallarreglum. það er því óhætt að segja, að síðan General Council fór fyrir alvöru að sinna sunnudagsskólamálinu hefir rnikið verið unnið. Innan General Councils er talsverðr þjóðernislegr mis- munr. þar eru þjóðverjar, Svíar og innfœddir Ameríku- menn. Af þessu leiðir, að það er rnargt, sem hin einstöku kirkjufélög geta gjört betr út af fyrir sig en G. C. í heild sinni gæti. Til dœmis getr Agústana-sýnódan sœnska betr stýrt og veitt stuðning sínum eigin sœnsku skólum og sínum sérstöku rnissíónum heldr en nokkur annar annar gæti. Meðan svo er ástatt verðr aðal-valdið að vera hjá hinum einstöku sýrr- ódum, sem mynda félagsheildina, og G. C. þess vegna að vera aðallega ráðstefna, eða ráðleggjandi fundr, sem þessi félög hafa. Og það er einmitt það, sem G. C. er. En ráðstefnur G. C.s hafa orðið lútersku kirkjunni í Bandaríkjunum til mikillar blessunar. Brœðr hafa þar mœtt brœðrum og hvorir haft styrk af öðrurn og um leið sameigin- lega styrkzt í því að reynast lútersku kirkjunni trúir; og ameríkanska þjóðin á fyrir bragðið hœgra með að skilja, hvað lúterska kirkjan er mikið afi í landinu. r Frá Islandi. Eftir séra Jónas A. SigiirJsson. X. Eg kom til Reykjavíkr seint að kvöldi dags, eftir slétta

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.