Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1900, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.06.1900, Blaðsíða 5
53 og stutta sjóleiö úr Borgarnesi (eöa Brákarpolli eins og kaup- túnið var áör nefnt), meö gufubátnum ,,Reykjavík“, fyrir framan Akranes, Hvalfjörð og Kollafjörð. Fjöldi farþegja var með gufubátnum, vafalaust um 300 manns, og er sá gufu- bátaflutningr hið mesta þarfa-fyrirtoeki, eins og til hagar við Island. Ekki fór eg í land á Akranesi, en þar þótti mér fagrt til lands að sjá, og þar er ein prýðilegasta kirkja landsins. Dimmt var orðið, þegar til höfuðstaðarins var kornið, og getr ]>ví vel verið, að kvöldskuggarnir eða nætrmyrkrið eigi sinn þátt í því, komi einhver skuggahlið eða eitthvert svart- sýni fram hjá mér í Jæssum endrminningum mínum um hinn fyrsta og frægasta bústað á Islandi, höfuðstaðinn sjálfan. Eitt hið fyrsta, sem maðr saknar í Reykjavík við slíka aðkomu, eru ljós, góð ljós. það vardimmt yfir Reykjavík þetta haustkvöld,—enginn stórborgar- eða starfsbragr yfir bœnum, hvað það snerti. ])ó var mjög mannmargt við lend- ingarstaðinn og eðlilega talsvert starf fyrir hendi, þegar slíkr mannfjöldi, eftir íslenzkum mælikvarða, var að lenda. Síðan tók eg einnig eftir því, að það var einmitt seint á kvöldum, sem strætin í Reykjavík fylltust af fólki og veruleg umferð byrjaði í bœnum,—eins og hann skyldi vera höfuðbœr í ein- hverju heitu landi, þar sem umferð er ill-möguleg sökum hita að deginum. Hér fannst mér þetta ofr lítið undarlegt. En það ætti sannarlega að hvetja menn til að hafa bœinn sem bezt lýstan. Hammerfest, hin nyrzta smáborg Norvegs, er lýst með rafljósum, en það þykir barnaskapr, að hinn mann- margi og að sumu leyti myndarlegi höfuðstaðr Islands eignist nokkur rafljós. Og þó er það svo auðvelt, ef verkhyggni og vilja skortir þar ekki. Eg tók mér þetta nærri, því það minnti á margt annað öfugstreymi, margskonar myrkr í þjóðlífi voru. ísland er illa lýst af mönnunum, — í öllum skilningi og allsstaðar, í borgum og bœjum, og eg held andlega sem lík- amlega. þar skortir upplýsing, meiri og bctri ljós, og ])að er vonandi, að þar ,,verði ljós“. En ekki má því gleyma, að ]?að er sem guð hafi gefið þessu blessaða landi voru og lýðnum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.