Sameiningin - 01.06.1900, Síða 7
55
minn. Eg segi þetta eklci fyrir mig, heldr fyrir þaS og a5ra,
er líkt stendr á fyrir eftirleiöis.
þa5 er svo margt smávegis ónumiö enn, sem getr komiö
sér vel að þekkja skil á og láta fara vel úr hendi. Ekki man
eg, hvað oft eg leitaöist við að komast inn á hinn eina og op-
inbera baðstað Reykvíkinga. En eg hitti svo á, að húsið var
æfinlega harðlæst og maðrinn, sem gætti þess, fannst aldrei.
Loks greiddi þó fyrrverandi baðhúsvörðr úr þeim vanda.—
Engin rakarabúð var þá heldr til í Reykjavík, og er það
harla einkennilegt fyrir jafn-fjölmennan og ,,fínan“ bœ sem
Reykjavík óneitanlega er, að því er snertir íbúa hennar. En
það sýnir bezt, hve öllum smá-iðnaði er þar lítt sinnt og hve
seint útlend þægindi festa þar fót. —þjóðfélag — eða bœjarfé-
lag—, sem ekki gefr gaum hinu smáa, nær aldrei hinu háa
framfara-takmarki.
Naumast getr bœjarstœðið í Reykjavík talizt verulega
fallegt, ef borið er saman við hina mikilfenglegu náttúrufegrð
Isiands á ýmsum stöðum. Húsaskipan er enn ekki sem reglu-
legust ; allar gangstéttir vantar og götur höfuðstaðarins eru
í rauninni engu betri en hinir nýju heiðavegir, sem reyndar
víða eru ágætir. Mikið hefir í seinni tíð verið byggt af húsum
f Reykjavík ; en fremr eru hin járnklæddu hús, sem svo mik-
ið ber á, oft ómáluðum, kuldaleg útlits, innan um bera,
gróðrlausa grjóturð.
Rangt væri að segja, að ekki hafi verið unnið og byggt í
Reykjavík, eftir því sem á Islandi tíðkast. Framfarir eru þar
miklar, eins og margt er þó óneitanlega ervitt heima. Boerinn
er í sannleika höfuðstaðr Islands í öllum skilningi, þó smáveg-
is mætti þar betr fara, stœrri og myndarlegri höfuðstaðr fyrir
ísland en mörg stórborg er í útlöndum, hlutfallslega við
framfarir og ástand landanna. Reykjavík getr erígan veginn
heitið lftill bœr, heldr stór í jafn-fámennu landi sem Island
er.—Ymsar yngri byggingar í Reykjavík þola samanburð við
margar slíkar byggingar í erlendum bœjum af líkri stœrð.
Mörg urðin hefir þar verið gjörð að grœnni flöt og margr
gleðilegr vottr um iðn og framför er augsýnilegr. Og höfnin