Sameiningin - 01.06.1900, Side 12
öörum, aö eins af því þaö gefst vel hjá þeim. Vér verðum
ætíö að spyrja, hvort þaö samsvari vorum sérstöku þörfum.
Vér skulum nú minnast á fyrirkomulag það, sem almennt
á sér stað á trúmálafundum hinna lútersku bandalaga í
Bandaríkjunum. I blaði allsherjar félagsins, Lutlier League
Rez’iezv, er allt af sérstök deild, er nefnist: ,, Luther League
Topics“. það eru efni, sem valin eru til umrœðu á trúmála-
fundum. þessi efni eru öll valin úr biblíunni.
það eru mismunandi aðferðir við það að íhuga og kynna
sér biblíuna. Ein er sú, að athuga hinar ýmsu bœkr hennar,
í röð eða ekki í röð, og taka fyrir hvern kapítula á eftir öðr-
um. Önnur er sú, sem nú tíðkast í sunnudagsskólunum, að
taka ekki fyrir nema dálitla kafla, sundrslitna hvern frá öðr-
um, en þó í sögulegu samhengi, svo að þeir gefi all-góða hug-
mynd um innihald bókarinnar eða sögu tímabilsins, sem um
er að rœða. þriðja aðferðin er sú, að taka fyrir sérstaka
kafla til íhugunar án sögulegs samhengis, að eins vegna
þess, að sú hugmynd, sem felst í köflunum, er nytsöm og vel
fallin til að rœða um. þetta er fyrirkomulagið, sem á sér
stað með efnavaiið í félögum reformeruðu kirkjunnar. Og að
nokkru leyti á þetta sama sér stað með þessi umrœðuefni
hinna lútersku bandalaga. En sá er munrinn, að þessi síð-
asttöldu efni eru öll samhljóða hinu lúterska kirkjuári.
Til útskýringar hverjum kafla, sem þannnig er valinn til
íhugunar, er ætíð einn dálkr í blaðinu. Svo eru þessar út-
skýringar prentaðar sérstaklega og seldar hinum ýmsu banda-
lögum, sem kaupa vanalega nóg handa öllum meðlimum
sínum.
Sem sýnishorn setjum vér hér þýðing af einum slíkum út-
skýringarkafia. Efnið er: María frá Magdala; og er ætlaðþeim
fundinum, sem er næstr páskum. Fyrst eru, í sambandi við
þetta aðalefni, valin efni í ritgjörðir, sem svo er ætlazt til að sé
lesnar á fundinum. Ritgjörða-efnin eru þessi: Æfisaga
Maríu frá Magdala. — Saintal drottins vors viS hana. —
Hvcrnig konan getr þjánaff Kristi. —Lexíur páskanna.
Útskýringarnar, sem á eftir koma, er ætlazt til að sé