Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1903, Page 6

Sameiningin - 01.12.1903, Page 6
150 alltaf heyrt sungna á jólunum síðan hann var barn, — þessir sálmar, sem hafa einhvern veginn allt annan blæ en allir aðrir sálmar. Þá snertast viðkvæmir strengir í sálu hans. Það eru endrminningarnar um sakleysi barnsáranna, þegar hann þekkti ekki hinar margvíslegu freistingar heimsins, — endrminningar um jólagleðina, sem hann naut í foreidrahúsum, glaðr og á- hyggjulaus eins og barn. Og hann langar til að verða aftr saklaus eins og barn. Og þegar hann svo heyrir þennan gamla og þó sí-unga boðskap um barnið heilaga, sem fœddist í Betlehem í fylling tímans, þá fyllist hjarta hans heilagri, ósegjanlegri gleði, sem hrífr hann og hefr upp yfir áhyggjur og strit hversdagslífsins; og í innilegri lofgjörð og tilbeiðslu beygir hann höfuð sitt og hjarta fyrir drottni dýrðarinnar, sem af óendanlegum kærleika sínum til vor syndugra manna gjörðist fátœkr vor vegna, þótt hann ríkr væri, svo að vér auðguðumst af hans fátœkt. — En þessari sælu og þessari tilbeiðslu í helgidómi hjartans fá engin orð lýst. Honum, vorum blessaða frelsara og konungi, sé dýrð og vegsemd um aldir alda. Hann gefi öllum gleðileg jól! Amen. Skammdegið og jólin. Eftir séra Björn B.Jónsson. Fram undir jólin ríkir myrkrið og nóttin. Þá eru stuttir dagar, en langar nætr á þeim parti jarðarinnar, sem vér búum á. Þó er skammdegið enn meira á ættjörðu vorri, Islandi. Vér Islands börn höfum upp alizt í skammdegi — í margs- konar skilningi. Skammdegið hefir áhrif á lund mannsins. Margir eru þunglyndari í skammdeginu en endrarnær. Jónas Hall- grímsson kvartaði um það, að þunglyndið stríddi sérstaklega á hann í skammdeginu; þegar daginn fór að lengja, fannst honum brá af sér. Það fólk, sem býr við mikið skammdegi, hefir meira af nóttu en degi, er oft nokkuð þunglynt. Það vantar lífsfjörið

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.