Sameiningin - 01.12.1903, Qupperneq 7
»5*
og líísgleöina; því nóttin sr ávallt svæfandi; myrkriS deyfir
mann.
Þar sem því er mikiö myrkr, þarf aS vera mikiö af ljósi,
sem stríöi á móti myrkrinu, svo ekki veröi lífið óbærilegt.
Þess vegna eru menn alltaf að reyna að kveikja ljós í
skammdegi lífsins.
Þá er skammdegið í algleymingi, þegar sorgir og öfug-
streymi lífsins kvelja huga manns, en einkum þá, þegar ekki
sér til sólar guðs fyrir skýjum vantrúar og synda. Það er
ömurlegt að vera einn á ferð í hríðarveðrum á svörtu nóttun-
um núna í skammdeginu. Verra er þó að vera einmana og
vonlaus andlega, og brjótast móti hríðarbyljum sálarstríðs og
samvizkubits um hina dimmu nótt vantrúarinnar.
Þess vegna þrá allir ljósið.
Sumir góðir og vitrir menn eru einkennilega fávísir og
barnalegir í sér, þegar þeir fara að fálma eftir andlegum
ljósum. Margir menn leitast við að bera ljósið inn í sálar-
híbýli sín á svipaðan hátt og gamla konan, sem ætlaði að bera
sólskinið inn í húsið sitt í svuntu sinni. Líkt þessu fer þeim
mönnum, sem ljósið vilja kveikja með eigin kröftum sínum og
til þess vilja engin önnur ráð hafa en hugarburði sjálfra
þeirra.
Svo eru menn að reyna að lýsa upp með lömpum, sem
iitla birtu bera. Það eru margir lampar til, en ekki mörg
ljós, sem uppljóma sálu mannsins. Menntun er t. d. lampi,
en hún ber ekki birtu inn í innsta herbergið í hjarta manns,
þar sem guðsmynd mannsins sitr í böndum, eins og Jóhannes
í myrkvastofunni. Og skynsemin er ljós, en ekki ljós, sem
lýsir mannshjartanu út úr myrkri synda-ófriðarins og sýnir
því frelsara.
Það er ekki nema eitt ljós til fyrir synduga mannssálina.
Þetta ljós er frelsarinn.
,,Það var hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, er
kom í heiminn. “
Jólin boða þetta ljós : ,.í dag er yðr frelsari fœddr. “
Með ljós frelsarans koma jólin inn í myrkr skammdeg-
isins. Og sjá! nóttin styttist, en dagrinn lengist um jóla-