Sameiningin - 01.12.1903, Blaðsíða 9
153
Dr. Abbott segir um Jesúm:
Aldrei reisti hann neitt hús; en í minning hans hafa fleiri
skrauthýsi reist veriö en allra annarra samtalinna í mannkyns-
sögunni. Aldrei reit hann eina línu í músík; en meira af mús-
ík er af honutn innblásið en nokkrum 'áðrum manni. Ekk-
ert málverk er til eftir hann, né hefir nokkurn tíma til verið;
en málara-íþróttin fœddist um leið og hann. Ekki átti hann
neitt við það að semja bœkr; en af anda hans eru innblásnar
ágætustu og fegrstu bókmenntirnar, sem heimrinn hefir séð.
Ekkert sérstakt endrbótarverk framkvæmdi hann; en allsstað-
ar, þar sem kross hans hefir verið reistr upp, hefir þrældómr
verið af numinn, stríðin orðið mannúðlegri, drepsóttir dvínað
og dáið út. Gegnum blæju þessarar sívaxandi upplýsingar
lítr kristinn maðr, og langt burtu á liðinni öld sér hann stjörn-
una, sem birtan öll kemr frá, og trúir því, að í persónu hans,
sem stjarnan táknar, fái hann svar upp á þetta bœnar-hróp:
,,Ó, að eg vissi, hvar eg get fundið guð!“ Hann veit, að
það, sem Kristr var, er guð. Hann veit, að Kristr er dyrnar,
sem vér förum í gegnum á leið vorri til guðs—inn í hjarta
guðs, og í annan stað dyrnar, sem guð fer í gegn um, kom-
andi til vor—inn í hjörtu vor.
----»—------------
Fyrir einu ári var eg staddr í .Spítala Sakleysingjanna’ í
Florenz. I rökkr-birtunni þar hékk hið fagra málverk eftir
Ghirlandajo: Austrlcnzku vitringarnir tilbiSjandi barniS
heilaga. Austrheims-konungarnir með hinu glæsilega fylgd-
arliði sínu eru þar sýndir eftir að þeir hafa kropið niðr fyrir
ungbarninu, Jesú. Á baksviðinu sáust tvær yndislegar myndir
af þörnum, sem klædd voru í gagnsæja búninga, er virtust
vera úr hvítri ull, krjúpandi með spenntum greipum og glöðu
yfirbragði. Þegar eg athugaði þær myndir betr, sá eg á hálsi
barnanna rauða smábletti í líking blóðdropa, eins og væri það
rúbínar í hálsbandi þeirra, og mátti af þessu ráða, að hinn
gamli málari hafði ætlazt til, að myndir þessar skyldi tákna
tvö þeirra saklausu barna, er dóu píslarvættisdauða í Betle-
hem, og að hann hafði sett þau á myndina í því skyni, að
þau skyldi þegjandi opinbera hugsanir hjarta hans viðvíkj-
andi huggun þeirri, líkn og sáluhjálp, sem kom til hjálpar-
lausra og þjáðra barna jarðarinnar með fœðing frelsarans.
Og er eg svo með þessum inndælu hugsunum í sálu minni fór
út úr kapellunni og gekk í gegn um garðsviðið víða þar fyrir
utan, sem glóði í hita sumarsólarinnar, þá sá eg þar lík-
amlega uppfylling spádóms þess, er málarinn hafði borið fram