Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1903, Side 11

Sameiningin - 01.12.1903, Side 11
því er, eins hlýtr að koma fram í dagfari kristins manns það, sem hann geymir í hjarta sínu. Sá, sem hefir reynt frelsandi náð guðs í hjarta sínu, hlýtr í daglegri framkomu sinni að sýna þakklæti við föðurinn á himnum. A því heimili, þar sem slíkr andi ræðr, eru menn ekki stöðugt að gefa sjálfum sér dýrðina, ekki heldr alltaf að mögla út af því, sem er öðruvísi en þeir sjálfir höfðu til ætlazt, heldr ber dagfarið vott um það, að menn kannast við, að þeir sé háðir handleiðslu hins alvísa og algóða drottins, eins og stendr í guðs orði: ,,Hvað hefir þú, sem þú hafir ekki þegið?“ (i. Kor. 4, 7) og: ,,Eg hefi lært að láta mér nœgja það, sem fyrir hendi er“ (Filipp. 4, 11). Sá andi, sem kemr fram í þessum orðum, gengr í gegn um kristið heimilislíf. Þar sem hjörtun eru samtengd guði í trú, þar ríkir líka andi kærleikans; því hver sem viðrkennir, að Jesús sé guðs sonr, í honum er guð stöðuglega, og hann í guði“ (1. Jóh. 4,15); en ,,guð er kærleikrinn“ (1. Jóh. 4, 8). Þar af leiðir, að þar sem sönn trú er, það er að segja verulegt lífssamband milli guðs og mannsins, þar er sannr kærleikr. A kristnu heimili reyna menn því til með bœn til drottins um hjálp hans að yfirstíga þá örðugleika, sem eðlisfar vort skapar oss, og láta anda kærleikans ráða. En uppspretta alls þessa er samband vort við guð, trúin, eða öllu heldr guð sjálfr, því frá honum kemr öll góð og öll fullkomin gjöf (Jak. 1, 17). En til þess trúnni verði haldið lifandi verðr hún að fá endrnœring úr guðs orði. Maðrinn verðr að lifa með guði bæði í bœnum og eins í orði hans. Bæði verðr hver einstak- lingr að gjöra þetta út af fyrir sig, ganga inn í hið allrahelg- asta til guðs síns daglega, og eins ætti á hverju kristnu heim- ili að vera einhverjar guðrœknisiðkanir fyrir heimilisfólkið sameiginlega. Mikið undr er það fagrt fyrir heimilisfólkið, sameiginlega, að byrja daginn með þakkargjörð til drottins fyrir varðveizlu hans og bœn um anda hans til leiðbeiningar og aðstoðar. Fagrt líka fyrir hjörtun, sem samtengd eru í kærleika og eignazt hafa hinn sama frelsara fyrir sálir sínar, að fœra drottni sína þakklætisfórn að kvöldi. Því miðr eru heimili vor Islendinga í Ameríku mjög fátœk

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.