Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1903, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.12.1903, Blaðsíða 15
159 County, en um kvöldiö í Minneota. Veitti hann þá einnig presti safnaöarins og nokkrum öðrum kvöldmáltíðar-sakra- mentiö. Að kvöldi næsta dags var alnrenn skemmtisamkoma haldin í Minneota fyrir forgöngu kvenfélags St. Pálssafnaðar, og var séra Rúnólfr þar helzti rœðumaðr, og talaði þá að nýju út af forn-bókmenntum Islendinga. í söfnuðinum í Marshali var trúmálsfundr haldinn þriðju- dagskvöldið 24. Nóv. Sá söfnuðr er mjög fámennr, en nærri allir safnaðarmenn voru viðstaddir. Umtalsefnið var hið sama sem í Vestrheimssöfnuði, syndin. Auk prestanna tók til máls einn leikmaðr, Jón Sigvaldason. Næsta dag hélt séra Rúnólfr Marteinsson á staó heim- leiðis, eftir að hafa unnið mikið og fagrt verk hér syðra. Honum fylgdi innilegt þakklæti og einlægar fyrirbœnir brœðr- anna í Minnesota. n.B. j. Nýja testamentið íslenzka, sem hr. Fr. H. Jones hefir látið gefa út og fengið hr. Halldóri S. Bardal til útsölu meðal Vestr-íslendinga, er með tvennskonar myndum. Önnur teg- und myndanna er með mörgum litum, og er sérstakt blað fyrir hverja þeirra. Þær eru alls 20. Hinar allar, 38 að tölu, eru dökkar; tvær og tvær þeirra á blaði, önnur framan á blað- inu, hin aftan á. Hinar fyrrnefndu, skrautprentuðu, eru þessar: Betanía við Olíufjallið, Austrlenzkt íbúðartjald, Jerúsalem, Austrlenzkr kennari, Austrlenzkr vegr, Borgar- hlið, Sólsetr, Stræti í Jerúsalem, ,,Bróðir hans var á akri“ (Lúk. 15, 25), Davíðsturn í Jerúsalem, Sikkem, A ferð í Arabíu, Aþenuborg, ,,Eg beygi kné nn'n“ (Efes. 3, 14), ,,Stjarna er stjörnu bjartari“ (1. Kor. 15, 41), Sá sem plœgir, Korinþuborg, Fjársjóðir Egyptalands, Eyjan Patmos, Austrlenzkr fjárhirðir.—Dökk-prentuðu myndirnar eru þessar: ,,Biðjast fyrir á strætum“ (Matt. 6, 5), Borð peninga-víxlara (21, 12), ,,Sá sem er á húsþaki“ (24, 17), Þvottr á kerum, könnum og borðbekkjum (Mark. 7,4), Gefa vatnsdrykk vegna Krists (9, 40), Við Genesaret-vatn—fiskimennirnir þvo net sín (Lúk. 5, 1. 2), ,,Þér bindið mönnum lítt bærar byrðar“ (11, 46), ,,Hún kveikir ljós, sópar húsið og leitar vandlega“ (15, 8), ,,Hversem drekkr af þessu vatni“ o.s.frv. (Jóh. 4, 13), Uppskera, Fiskimenn við Tíberías (21, 1), ,,Uttilár- innar“ (Pg. 16, 13), Tjaldgjörðarmenn, ,,Leiða lærisveinana afvega“ (20, 30), ,,Spyrna móti broddunum“ (26, 14), ,,Uppfrœddr af lögmálinu“ (Róm. 2, 18), Leirsmiðrinn (9, 21), ,,Sá sem plantar og sá sem vökvar“ (1. Kor. 3, 8),

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.