Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1904, Síða 6

Sameiningin - 01.03.1904, Síða 6
3 5- Freistarinn þér blíðmáll býðr brauð og upphefð, gull í mund; en þú skalt þó engu’ að síðr æ sem mest hans varast fund. Til þín kominn ef hann er, yfir Kedron flýttu þér. 6. Kedron er á allra vegi, ei hann látum skelfa oss; munum, að vér megum eigi mögla, þótt vér berum kross. Biðjum guð um stoð og styrk, stríð ef þungt er, leiðin myrk. Biblíufélagið brezka og erlenda varð eitt hundrað ára gamalt 7. þ. m. Það er lang-mesta biblíufélag í heimi. A hundrað ára æfi sinni hefir það gefið út svo margar biblíur, að nemr i8omilíónum, á 400 tungumálum. Það er einn stór- vægilegr þáttr í vísdómsráði drottins til þess að útbreiða ríki hans til allra heimsins þjóða. Einnig vér Islendingar höfum notið stór-mikils góðs af tilveru þess, því svo sem kunnugt er hefir það gefið út biblíuna, sem íslenzkr almenningr hefir haft í höndum sínum allan síðasta mannsaldr. Sunnudaginn 6. Marz var í óteljandi kristnum kirkjum víðsvegar um lönd minnzt hinnar miklu blessunar, sem leitt hefir af stofnan félags þessa og samkvæmt bending félagsins drottni þakkað fyrir gjöf orðsins. — Fyrir 100 árum gekk lítil stúlka ein í Wales yfir fjöll og firrnindi 30 mílur til þess að kaupa sér biblíu. Það atvik varð til þess, að hið mikla biblíufélag var stofnað (í London). Og var frá upphafi um það hugsað ekki að eins að bœta úr biblíuskortinum á Bretlandi, heldr og að birgja allt fólk annarra landa hringinn í kring um jarðarhnöttinn með guðs orði. Trúarsamtalsfundir voru haldnir á þrem stöðum í Nýja Islandi snemma í þessum mánuði (Maiz), hinn 8. (þrið.) um miðjan dag í skólahúsinu að Geysi, hinn 9. eftir hádegi í Ar- nesbyggð og sama dag að kvöldi í kirkjunni á Gimli. Um- rœðuefnið §ama á öllum þeim fundum; skyldur foreldra

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.