Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1904, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.03.1904, Blaðsíða 11
7 Hugvekja frá X á bandalagsfundi. Varla líðr sú vika, að ekki sjáist þess getiö í blöSum eða tímaritum hér, að sá eða sá hafi annaðhvort í lifanda lífi eða eftir sig látinn ánafnað kirkju sinni svo eða svo mikið af eig- um sínum til þess aö koma upp skólum, sjúkrahúsum, heim- ilum fyrir börn eða gamalmenni,eöa til þess að styðja eitthvert annað nauðsynja-fyrirtœki þess félagskapar. Mörgum skól- um hafa þannig verið veitt hundruS þúsunda og jafnvel milí- ónir. Þá er vér heyrum um eitthvað þvílíkt, sjáum vér þvf betr frumbýlingsskap vorn, íslendinga. Vér erum ekki komn- ir svo langt enn, að neinir af voru fólki hafi á þennan hátt minnzt kirkju sinnar. ÞaS stafar ekki eingöngu af fátœkt, því ýmsir eru farnir aS komast í dágóð efni; en líklega hefir engum dottið þetta í hug. Kirkjan íslenzka hér hefir þó þeg- ar eignazt marga einlæga vini. Eftir því sem tímar líða mun velgjörðasemi við kirkjuna og störf hennar einnig ná inn í hugi og hjörtu Vestr-íslendinga, ef nógu oft er vakið máls á þessu efni og nógu ljóslega sýnt, hve miklu meira gagn og blessan oft og tíðum getr oröið af því að gefa eigur sínar til almennra stofnana en af því að láta þær í hendr misjöfnum erfingjum. Hugsum oss, ef hinir stöndugu bœndr vorir eSa aðrir, sem láta eftir sig einn eða tvo tugi þúsunda og þaðan af meira, ánöfnuðu til einhverra slíkra stofnana eins og þeirra, sem áðr voru nefndar, eSa til einhvers annars góSs og þarf- legs félagsfyrirtœkis, helming, fjórSung, tíunda part eigna sinna, eSa enn þá minna part, eftir sinn dag. Hversu mikils góös myndi þá óbornar kynslóðir njóta fyrir hugsunarsemi og velvilja þeirra, sem nú eru uppi! Það kemr aS því fyrir þjóðflokki vorum, að hann þarf á slíkum stofnunum að halda, eins og allir aðrir þjóðflokkar hér í Vestrheimi. það er víst enginn þjóöflokkr, sem telr sig menn meS mönnum, að ekki eigi hann sinn œöri skóla. Þetta er lífsnauösynlegt, þótt margir sé innan safnaöanna íslenzku hér, sem ekki enn sjá þaö. Hinir þjóöflokkarnir hafa, eink- um í Bandaríkjunum, sín eigin sjúkrahús. 'Myndi ekki sjúk- lingar vorir kunna því betr, ef þeir gæti lagzt í sjúkrahús, þar sem læknar og hjúkrunarkonur væri sama þjóðernis sem þeir?

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.