Sameiningin - 01.03.1904, Side 15
biblíu-‘kritíkin’ verða að gagni. Hún er einskonar veðrviti,
er boðar væntanlegan storrn úr átt skynsemistrúarinnar,
bendir á illveðrsskýið, sem enn að nýju er að rísa upp úr haí-
inu. En það styðr hina sönnu biblíu-rannsókn, sem
í hógværð hjartans heldr sér innan sinna réttu takmarka, og
verðr henni hvöt til þess að standa enn betr á verði í þjón-
ustu drottins.
Og svo skulum vér að ending enn einu sinni festa augu
vor á honum sjálfum, forráðanda safnaðarins, hinum san n-
orða og t r ú a votti, Jesú Kristi, sem sett hefir innsigli sitt
undir vitnisburð hinna helgu manna í ritningum gamla testa-
mentisins. Vér endum þetta erindi vort með fyrirsagnarorð-
urn ,, Biblíu-bandalagsins fyrir Norðrlönd“:
,,Hver óvin guðs skal óþökk fá,—
hvert orð vors guðs skal standa;
því oss er sjálfr herrann hjá
með helgri gjöf síns anda. “
Heiðingjatrúboö.
Eftir séra FriÖrik Hallgrímsson.
Fyrir skömmu barst hingað frá Reykjavík ,,Fjallkonu“-
blað frá 5. Des. f. á., og í því var grein með þessari fyrirsögn.
Tilefni til þeirrar ritsmíðar hafa gefið höfundinum umrœður á
síðustu sýnódus um heiðingjatrúboðið; og hann kemst að
þeirri niðrstöðu eftir all-langar hugleiðingar um réttmæti heið-
ingjatrúboðs yfir höfuð að tala og þann kostnað, er það hefir
í för með sér, að vér, sem tókum þátt í þeim umrœðum, höf-
um þar komið fram sem svo miklir einfeldningar eða trúœs-
ingamenn, að hann er á báðum áttum með það, hvort hann á
að hlæja að oss eða gráta.
Það bæði hryggði mig og hneykslaði að sjá þessa grein í
,,Fjallkonunni“. Því þó að hún beri það með sér, að hún er
rituð af manni, sem ber mjög lítið skynbragð á það mál, sem
hann hefir tekið að sér að frœða lesendr blaðsins um, þá getr
hún gjört illt engu að síðr. Hún getr að vísu ekki haft nein
áhrif á skoðanir þeirra manna um þetta þýðingarmikla mál,