Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1904, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.03.1904, Blaðsíða 12
Þaö eru til illa stödd íslenzk börn, og þeim fjölgar jaínframt því sem fólk vort yfir höfuð verðr fleira. Myndi það ekki vera ólíkt betra að eiga sérstakt heimili handa þeim en að láta þau á annarra þjóða náðir, þar sem þau gleyma feðra- tungu sinni og jafnvel sinni eigin móður? Og gamalmenni, sem enga eiga úrkosti í ellinni, hvort sem það nú er fyrir eig- in víti eða óviðráðanlegar ástœður,—- íyrir slíka er það bein- línis neyöarkjör.að annarra þjóða stofnanir taki við þeim, þar sem menn ekki skilja hugsanir þeirra og tilfinningar og þeir ekki annarra. Allt þetta eru þarfir, sem hrópa hærra og hærra eftir því sem tímar líða fram, og þær hvetja til alvarlegra hugsana og fyrirhyggju. Kæra bandalag! Piltar þínir og stúlkur eru kölluð til aö leggja steina í undirstöður svona lagaðra stofnana fyrir kirkju vora íslenzkum almenningi hér til blessunar á ókominni tfö. Þér, sem skipið félagskap þennan, getið bæði hvatt aðra til að hugsa og framkvæma, og gjört það sjálf. Það verðr þá eins með yðr og manninn, sein plantar tré. Hann veit, að hann lifir ekki til að sjá það verða stórt; en ókomnar kyn- slóðir hvíla sig í skugga þess og gleðja sig yfir fegrð þess, og þakka honum liðnum fyrir verk hans. Verið ekki eins og þeir, sem ekki planta tré af því þeir búast ekki sjálfir við að njóta fegrðar þeirra Og gagns. Verið óeigingjörn og lifið fyrir framtíðina með dáð og dug í drottins nafni. Til páskanna. Sálmr eftir séra Valdemar Hriem. (Lag : Kom, skapari, heilatfi andi.) 1. I Getsemane-garði hljótt baðst guðs son fyrir dimma nótt. Hans lærisveinar sváfu þá, er sorgin þyngst á honum lá. 2. I öðrum garði næstu nótt hann nár á beði hvíldi rótt; hann sjálfr þá í svefni var; hans sveina’, er vöktu, harmr skar.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.