Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1905, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.06.1905, Blaðsíða 2
5° Séra Pétr Hjálmsson, missíónar-prestr kirkjufélagsins, hefir síöan í fyrra mánuöi heimsótt Trínitatis söfnuö í Big Grass byggðinni út frá Gladstone og dvaliö þar um hríö, en síöar lagöi hann leið sína til Isiendinga-byggðarinnar ,í Pine Valley, hér í fylkinu suðaustanveröu. Um betta hvorttveggja kernr ,,Sam.“ meö skýrslu frá honum sjáífum í næsta blaöi. Þaö, sem, lang-bezt er til eftir Eggert ólafsson meöal ljóöa hans, er ,,Viðrkenningar-sálmr“ hans, sem hann orkti sama áriö sem hann hné í dauöa-djúpiö á Breiöafiröi—- íriö 1768. Kvæöi Eggerts hafa að eins einu sinni veriö gefm út, 1832, og eru því nú í mjög fárra manna höndum. Svo sem mörgum er enn kunnugt var Eggert frábær vitsmunamaðr og :skaraði frarn úr öllurn samtíðarmönnum sínum íslenzkum að lærdómi. Hins vegar var hann þó barn átjándu aldarinnar og hneigöist lengst af aö skynsemistrúar-skoðunum þeim, er þá tíökuöust svo mjög. Þó komst hann á endanum út yfir .allar slíkar efasemdir og aðhylltist hin sáluhjálpiegu sannindi kristinsdómins af öilu hjarta, eins og svo skýrt og fagrlega birtist í ,, Viðrkenningar-sálmi“. F}rrir þá sök er sálmr sá öli- um kristnum Islendingum, sem hann þekkja, svo dýrmæir. Gg til þess að varna því að þetta ágætasta ritverk hans falli í gleymsku og dá hjá þeirri kynslóö fólks vors, sern nú er uppi, kemr ,,Sameiningin“ í þetta sinn með sálminn endrprentað- an.—Fyrstu stafir versanna í sálminurn mynda nafn höfund- arins. Yiðrkenningar-sálmr Eggerts Ólafssonar. 1. -Eg vesall maðr ekkert finn í náttúrunnar gœSum, sem þýði’ og stilli þanka minn; þess háttar speki-frœðum eg sleppi fús, því eðli spillt arf syndar hefir fyrir mér villt; ónýtt er vit og orka mín; af því leita eg þín, guð, sem í trúar gceðum skín. 2. óuð einn og þrennr gjörla veit geð mitt og lífið auma, hversu eg hefi farið á leit fánýtra speki-drauma. Við lista nám, á lukku stig, lézt eg fullkomna sjálfan mig, siða lærdóm og séleg verk, sem öðrum þóttu merk; sjálfselskan við það varð o f sterk.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.