Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1905, Qupperneq 4

Sameiningin - 01.06.1905, Qupperneq 4
52 Óvísindaleg „vísindi“. Eftir séra Kristinn K. Ólafsson. Oft hefir verið kvartaS yfir því, hve lítið sé til á íslenzko af vísindalegum bókmenntum, og það með réttu, því það er ekki um auðugan garð að gresja hjá oss í þessu tilliti. Reynd- ar er það ekki nein furða, þótt ekki sé til hjá oss sjálfstœðar bókmenntir vísindalegs efnis, þar sem vér erum svo fámenrt þjóð; en hitt hefði ekki verið óeðlilegt að meira hefði verið þýtt af útlendum bókum, sem uppbyggilegar gæti verið fyrir íslenzka alþýöu. Eflaust til þess að bœta að nokkru leyti. úr þeirri þurrð á slíkri andans fœöu, sem á sér stað hjá þjóð vorri, hefir Þjóðvinafélagið ráðizt í það árið sem leið að kosta útgáfu bókar nokkurrar, er nefnist „Darwins-kenning' um uppruna dýrategunda og jurta“ eftir G. Armauer Hansen yfirlækni, sem er maðr norskr. Helgi Pétrsson, cand. mag., hefir þýtt bókina og breytt henni að nokkru leyti. Bókinni hefir þegar veriö fagnað af rödd einni hér fyrir vest- an, og í sambandi við það fékk sá, er mótmælti henni heimæ á íslandi, harðar ákúrur. Þaö á að vera þröngsýni eitt, sem er því til fyrirstöðu að menn meti bók þessa,og með því þeirri ákæru er auðvitað beint að hinum íslenzka kirkjulýð einkum, er ekki úr vegi fyrir oss aS íhuga, á hverju hún er byggð. Bókin sjálf sker úr því. Tilgangrinn er, segir þýðandi í formálanum, að bókin sé sem allra alþýSlegust, en til þess að geta verið það má húnt elcki slá ryki í augun á fólki og telja því trú annaöhvort um bláber ósannindi eða ósannaðar getgátur sem óskeikul vfs- indi. En það gjörir hún þó, og skulum vér gjöra grein fyrir því, að þetta er ekki staðlaus hleypidómr. Fyrst viljum vér benda á þessa málsgrein á bls. 34: ,,Það verðr ekki tekið of skýrt fram, að þaS, sem nátt- úrufrœðingar deila um í þessum efnum nú á tímum, er a 11 s eigi þaS, hvort breytiþróun (evolution) hafi áttsérstaðeðr eigi, heldr hitt, hvað það sé, sem mestu hefir valdið um að hún varð og er. “ Af þessari staðhœfingu á lesandirm auðsjáanlega að draga

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.